Fjármálavandi hefur áhrif á líf og líðan

Við hjá fyrirtækinu Leiðin til velgengni ehf. höfum kennt fjármálanámskeiðið Úr skuldum í jafnvægi og sinnt fjármálarágjöf í langan tíma. Í minni vinnu fæ ég oft til mín fólk sem líður mjög illa yfir fjárhagsstöðu sinni og lýsir því hvaða áhrif það hefur á lífið og líðan. Margir upplifa sig fasta í aðstæðum fjármálavandans og að komast ekki út úr honum. Fólk lýsir líka hve mikið það forðist fjármál og vilji helst ekki ræða um þau. Margir lýsa því að þeir óttist heimabankann sinn og séu alveg ráðalausir um hvað þeir geti gert. Í minni vinnu sem ráðgjafi um fjármál hef ég séð að margir þjást vegna fjármálastöðu sinnar. Það er ekki alltaf bara vegna skuldavanda sem fólki líður illa heldur talar fólk um vankunnáttu og óöryggi tengd fjármálum. Margir segjast finna fyrir samviskubiti og að þeim finnst þau ekki hegða sér nægilega vel með peninga.

Hvað er til ráða?

Mig langar að segja frá því sem ég nota í minni vinnu til að hjálpa fólki að vinna með fjármálastöðu sína. Auðvitað eru málin misjöfn og verkefnin ekki alltaf eins. En ég tek fram hér helstu verkefnin sem ég vinn með þegar ég hjálpa fólki að líða betur með fjárhagsstöðu sína.

Yfirsýn og skipulag

Fyrsta sem við gerum er að fá yfirsýn yfir fjármálastöðu einstaklingsins. Ég sé það oft í minni ráðgjöf að það að fá yfirsýn og skilning hefur strax jákvæð áhrif á líðan. Fólk segir oft að staðan sé ekki eins slæm og það hélt. Ég heyri oft setninguna „ég hélt að þetta væri verra“.

Fyrsta skrefið er alltaf að fá fulla yfirsýn. Það gerum við með því að fylla út skjal sem við köllum ársyfirlit. Þar setjum við inn allar fastar greiðslur heimilisins, eins og íbúðarlán/leigu, rafmagn, hita, síma og net, leikskólagjöld og þess háttar. Ekki á að setja hér inn matarinnkaup, lyfjakostnað eða annað sem er áætlað, aðeins reikninga sem berast mánaðarlega. Þar á eftir eru tekjur heimilisins skráðar inn. Þá reiknar skjalið mismuninn sem er afgangs til að lifa mánuðinn og hvort rými sé til að greiða niður vanskil eða leggja til hliðar í sparnað. Hægt er að nálgast vinnuskjalið okkar ársyfirlit inni á síðunni okkar, https://www.ltv.is/ey%C3%B0ubl%C3%B6%C3%B0  eða inni á  https://www.draumarogdrekar.is/efni.

Að þekkja leiðir úr skuldavanda

Þegar einstaklingur er í skuldavanda, þá ræðum við skuldastöðuna og kennum honum að fá yfirsýn yfir vandann. Mikilvægt er að einstaklingurinn fái kennslu í hvað sé hægt að gera í stöðunni. Fái einnig skilning og verkfæri við hæfi, verkefni sem hann skilur að fullu leyti, því þekking og skilningur dregur úr ótta. Hér kenni ég gjarnan fólki að sækja skuldastöðuna og fá yfirsýn yfir hana og  við ræðum leiðir sem hægt er að fara í bata.

Meðvitund á neysluhegðun

Eitt einkenni sem fólk lýsir í fjármálavanda sínum er að peningur mánaðarins klárast langt fyrir mánaðamót. Oft er hegðunin þannig að um mánaðamót er ákveðinn léttir og rými til að njóta lífsins en oft varir þessi tilfinning stutt. Um miðjan mánuðinn er lítið eftir af peniningum til að lifa út mánuðinn. Þá taka við tvær erfiðar vikur og beðið er eftir mánaðamótum að nýju. Þessi hringrás varir oft árum saman.

Kerfið sem við notum mest til að fá meðvitund á neysluhegðun köllum við Umslagakerfi.

Umslagakerfi

Dæmi:

Einstaklingur á t.d. 100.000 kr. til að lifa mánuðinn, eftir að hafa greitt alla reikninga. Hver sem afgangurinn er, þá er hann settur upp í þetta kerfi.

Peningurinn er tekinn út um mánaðamót og raðað í fimm umslög, eitt fyrir hverja viku og eitt aukaumslag. Vika eitt hefst. Þá er eitt umslag tekið  fram og peningurinn þarf að duga í sjö daga. Ef peningurinn klárast fyrr má ekki fara í næsta umslag, heldur er gripið í aukaumslagið. Aukaumslagið er varasjóður.

Það er betra að vera peningalítill í tvo daga en tvær vikur.

Í grunninn var Umslagakerfið búið til til þess að peningur dugi út mánuðinn, þegar afgangur er lítill. Umslagakerfið er einnig notað til að gera sér grein fyrir í hvað peningurinn fer og finna jafnvægi í neysluhegðun.

Mörgum þykir óþægilegt að nota peninga í staðinn fyrir kort eða síma. Reynslan sýnir að besti árangurinn er af því að nota umslagakerfið í nokkra mánuði, þar sem peningurinn er áþreifanlegur, sýnilegur og innan ákveðinna marka. Þá er verkefnið auðveldara og viðráðanlegra.

Þar sem peningar og líðan haldast í hendur þá höfum við árum saman aðstoðað fólk við að ná fjárhagslegum bata. Að ná bata úr skuldavanda, vinna með sjálfstraust og líðan ásamt því að kenna fólki að fá yfirsýn og vinna með neysluhegðun sína. Þegar einstaklingurinn nær bata og meira sjálfstrausti í fjármálum, hefur það jákvæð áhrif á líðan.

Mín ósk er alltaf sú að fólki líði vel með fjármálastöðu sína, fái aðstoð svo það öðlist sjálfstraust, styrk og vellíðan tengda fjármálum.

– Katrín Ósk Garðarsdóttir

Garðar Björgvinsson og Katrín  Ósk Garðarsdóttir reka fyrirtækið Leiðin til velgengni ehf. Þar er hægt að nálgast námskeiðið Úr skuldum í jafnvægi, ráðgjöf og fleira. Boðið er upp á námskeiðið sem netnámskeið á https://www.ltv.is/.

Stofnaður hefur verið Ráðgjafaskóli LTV, þar sem nemendur læra að hjálpa fólki að vinna með fjármál, ná bata úr skuldavanda og læra að kenna námskeiðið Úr skuldum í jafnvægi. https://www.ltv.is/r%C3%A1%C3%B0gjafask%C3%B3linn

Katrín samdi og kennir námskeiðið Draumar og drekar þar sem unnið er með líðan, drauma (að vita hvað þú vilt) og innri ótta (dreka). Boðið er upp á námskeiðið sem netnámskeið á https://www.draumarogdrekar.is/

Katrín er grunnskólakennari að mennt. Hún lauk framhaldsnámi í Háskólanum í Árósum í meðferðarúrræði sem heitir Núvitund gegn streitu, Mindfulness based stress reduction. Námskeiðið er 8 vikna námskeið, kennt á Zoom. https://www.draumarogdrekar.is/nuvitundogheilsa

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG