Óskalistinn minn – Hildur Gunnlaugs

Hildur Gunnlaugsdóttir er arkitekt og umhverfisfræðingur sem rekur sína eigin arkitektastofu með frábærum meðeiganda, mamma þriggja stelpna og stjúpmóðir unglings og eiginkona Fasteigna Hreiðars Levý Guðmundssonar. Hún elskar að deila ýmsu á instagram og er meira að segja að prófa sig áfram með Tiktok þegar hún man eftir því. Henni líður ekki vel nema það sé aðeins of mikið skemmtilegt að gera og er að reyna að læra að slaka á.   

Hvað eru jólin fyrir þér?

Jólin eru samvera með fjölskyldunni, kertaljós, föndur með stelpunum mínum, vínglas með vinkonu, bröns með frænkum, bakstur með systur minni, gamlar jólabíómyndir í bíó, myrkrið og jólaljósin.

Ertu með einhverjar hefðir?

Ég elska að fara í bíó á gamlar nostalgíu bíómyndir, ég skipulegg alltaf hittinga með sem flestum vinum og geri mikið af því að skreyta með stelpunum mínum. Ég reyndi í mööörg ár að gera samverujóladagatal en það varð bara íþyngjandi og ég var með endalaust samviskubit yfir því að skulda skautaferð eða álíka… Þannig að núna hef ég ákveðið að skipuleggja fleiri tilfallandi einfaldar stundir og bara nokkrar stærri eftirminnilegar stundir.  

Hafa þær breyst í gegnum árin?

Já jólin byrja fyrr hjá mér en ég er hætt að nenna að hlusta á einhverjar neikvæðisraddir um að það megi ekki byrja of snemma.

Óskalisti Hildar
Í stað þess að gefa bara hluti, sérstaklega fyrir fólk sem á nóg af hlutum, þá finnst mér skemmtilegra (og umhverfisvænna) að gefa upplifun. Á listanum eru allt hlutir og upplifanir sem ég væri til í að fá sjálf og held að það væri líka góð hugmynd að gefa öðrum:

Samverujólagjafir sem ég myndi elska að fá:

Gjafabréf fyrir bíópartý í Bíó Paradís, með drykk og poppi – fullkomið njóta bíókvölds með góðum vinum.

Gjafabréf fyrir lúxusbíó í Ásbergssalnum í Kringlunni – dýrka að liggja í þægilegum hægindastólum að horfa á spennandi mynd.

Gjafabréf á Bodega – Uppáhalds barinn minn beint á móti vinnunni við Óðinstorg þar sem ég myndi vilja njóta kvöldstundar með flösku af víni og góðum snarli. Frábær hugmynd fyrir vini eða fjölskyldu sem vilja eiga notalega stund saman.

Málun á keramik hjá Noztra – skemmtileg leið til að skapa og eiga fallega minningu heima á hillunni.

Mála kristalsglös á Höfuðstöðinni með vinum, með áfengum eða óáfengum kokteilum – frábært tækifæri til að prófa eitthvað nýtt.

Pasta- eða makkarónusmíði á námskeiði hjá Grazia eða Sweet Aurora bakaríinu – dásamleg reynsla fyrir matgæðinga.

Fallegir hlutir sem ég væri líka til í að fá því það er nú gaman að opna líka pakka!:

1. Kertastjaki frá Calmo – Mér finnst þessi stjaki einstaklega fallegur og vil sjá hann lýsa upp heimilið mitt. Frábær gjöf fyrir þá sem kunna að meta góða hönnun. Sjá nánar á Calmo vefsíðu https://calmo.is/product/gloria-kertastjaki-nickel/

2. Blómafylgihlutir frá Salt – Aukahlutir fyrir blómvendi og til að stilla upp blómum á fallegan hátt. Ég sá þetta fyrst í Svíþjóð í sumar, einn kom með mér heim, og áttaði mig svo á að það er búð hér á Íslandi sem selur þá líka! Sjá nánar á Salt vefsíðu https://saltverslun.is/collections/hanataba

3. Glös sem ég er að safna – Mér finnst það skemmtilegt að bæta við safnið mitt, sérstaklega við vínglös eða kampavínsglös. Þetta er líka frábær gjöf fyrir einhvern annan til að auka við sitt safn en það er auðvelt að komast að því hvað aglös viðkomandi á. Sjá nánar á Hrím vefsíðu https://hrim.is/product/ripple-champagne-set-of-2-clear

4. Kasmír sett frá Heimaró – Hlýtt og þægilegt sett, fullkomið fyrir veturinn. Sjá nánar á Heimaró vefsíðu https://heimaro.is/products/heimaroxcashmere-bundin-peysa-brun 

5. Servíettur og viskastykki – Þetta er eitthvað sem allir nota og gott að eiga til gjafa ef maður er boðinn í mat. Sjá nánar á iHanna vefsíðu https://www.ihanna.net/my-shop/oldur-giftset/

6. Íþróttaföt – Ég mæli sérstaklega með íþróttafötum úr endurunnu plasti frá Eko húsinu, sérstaklega samfestingnum. Langar helst til að eiga marga, svo mikil snilld að þurfa bara að klæða sig í einn hlut. Væri helst til í að vera alltaf í svona. Sjá nánar á Eko  https://ekohusid.is/collections/samfestingar/products/scoop-samfestingur-svartur

7. Það er blómaáskrift frá Blómstru eða öðrum, það er vísindalega sannað að blóm láta okkur líða betur og ég finn það svo sannarlega á eigin skinni, sér í lagi í skammdeginu. 

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is