Sykurlöngun skapast af ójafnvægi

Erum við svolítið stressaðar og stífar?

Æ já við erum víst margar þar.

Streita, bólgur og verkir, þetta glataða tríó sem má líkja við leiðinlegu útgáfuna af Bakkabræðrum er því miður partur af lífi okkar margra. Líklega hafa þó bræðurnir frá Bakka ekki mikið fundið fyrir þessu, enda nútíma lífsstíl og allskonar aðstæðum dálítið um að kenna. Eða kannski bara alveg um að kenna?

Hvað veldur því að við erum svona verkjaðar og stressaðar? Við því er ekkert eitt svar og auðvitað er þetta einhverskonar bland í poka.

Bland í poka…liggur einhver sannleikur á botni pokans?

Já algjörlega, eða þið vitið, það er blessaður sykurinn sem fer dálítið illa með okkur og þessi dauðhreinsuðu kolvetni yfirleitt. En hversvegna tengist sykurinn verkjum og stressi?

Sykur og kolvetni, sé þess neytt í of miklum mæli, getur valdi miklu blóðsykursrugli. Þegar sykurinn er í of miklu fjöri, þá hættir líkaminn að ráða við að nýta hann almennilega og mikið ójafnvægi skapast. Í stuttu máli þá geta frumur líkamans farið í massa fýlu út í sykurinn og neitað að taka þátt í partýinu. Þegar það gerist þá hækkar sykur í blóði og bólgur myndast. Já og bólgum fylgja verkir.

Mikil sykurneysla ýtir svo undir streitu og viti menn, streita ýtir líka undir sykurát.

Mikið stress getur valdið blóðsykursóreglu sem fáar kannski átta sig á. Vegna mikils flæðis streituhormóna heldur líkaminn að hann eigi að fara í átök og losar byrgðir af glúkósa frá lifur út í kroppinn. Þetta er nú til þess ætlað að við höfum orku í mikil líkamleg átök, en ef að við erum bara fyrir framan tölvuna í miklu stress kasti þá nýtum við glúkósann ekkert í vöðvavinnu. Þetta leiðir til blóðsykursvandræða, með tilheyrandi sykurlöngun.

Sagði einhver sykurlöngun?

Eitt er mikilvægt að vita, mikil og óstjórnleg sykurlöngun skapast af svona ójafnvægi. Ef ekki er tekið á því og höggvið á vítahringinn, þá ráðum við ekki við neitt. Það að detta ofan í nammiskúffuna þrátt fyrir járnvilja og aga skapast af ójafnvægi. Ekki aumingjaskap og agaleysi! Þetta er mikilvægt að muna.

Hvað er þá hægt að gera?

Við byrjum á því að koma lagi á blóðsykurinn með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla að kynna fyrir ykkur „kolvetnakápurnar“, en þær gegna lykilhlutverki í þessu verkefni. Við vitum að kolvetni og sykur rugla blóðsykrinum, en önnur fæða jafnar hann út ef við borðum hana samhliða. Kolvetnakápurnar eru fjórar,  prótein, fita, grænmeti og trefjar og það er stundum best að klæða sig í þær allar. Þó ekki alltaf nauðsynlegt. Þegar við byrjum að hugsa svona um matardiskinn okkar þá gerast áhugaverðir hlutir. Horfum á diskinn, byrjum að leita að próteininu og ef það er ekki til staðar, þá finnum við það. Svo leitumst við við að bæta við fullt af grænmeti og góðri dásamlegri fitu. Svo vinnum við með trefjarnar á þann máta að sleppa öllu hvítu og hreinsuðu kornmeti og nota heilkorn með hýði í staðinn. Ég er viss um, að ef þessari hugsun festist í sessi, þá birtir til.

En hvað með stressið?

Já það er nú svo merkilegt að við höfum innbyggðan í okkur hæfileikann til að mynda mótefni gegn streitu. Það þarf bara að virkja kerfið. Við getum gert allskonar, hreyft okkur, andað djúpt, stundað kynlíf, hugleitt, verið í náttúrunni, knúsað gæludýrið og listinn er endalaus. Við þessa iðkun leysir líkaminn úr læðingi fullt af gleðihormónum, sem virka sem móteitur gegn streituhormónunum. Þetta er bara ekkert flókið, en auðvitað auðveldara að segja en gera. Ég veit það vel. Prufum bara að byrja á því að anda djúpt tíu sinnum, fara í tíu mínútna göngu (fimm frá húsinu og fimm til baka). Þetta getur komið okkur svo vel á bragðið að við fáum viljann til að gera betur og meira.

Með þessum skrifum er ég að benda á augljósa þætti í lífsstíl nútíma Bakkabræðra sem valda bólgum og verkjum. Streituvaldarnir eru óteljandi og allstaðar. Það getur auðvitað verið ýmislegt annað sem veldur, en að byrja þarna er mikilvægt.

Blóðsykursjafnvægi = minni bólgur og verkir

Streitustjórnun = minni bólgur og verkir.

Við getum gert svo mikið fyrir eigin heilsu og það er mjög oft vanmetið. Byrjum á blóðsykrinum, náum upp orkunni og finnum okkar leið til gleði og lífsgæða.

Inga Kristjáns, næringarþerapisti.

Fylgja á Facebook
Fylgja á Instagram

Ina er er næringarþerapisti, menntuð í Kaupmannahöfn og útskrifaðist 2006. Ástríða hennar er að hjálpa fólki að vinna með heilsuna sína og hefur frá upphafi verið hugfangin af því hve góð blóðsykurstjórnun er mikilvæg hverri einustu manneskju. Seinni árin hefur hún einnig verið djúpt sokkin í streituna og telur stressið vera áhrifavald ótal sjúkdóma.

Inga hefur sérhæft sig í að leiðbeina fólki varðandi blóðsykurstjórnun, sykurlöngun og hvernig það tengist streitu og verkjum. Hennar markmiði er að bæta líðan, heilsu og koma í veg fyrir þróun ýmissa bólgusjúkdóma, sem eru hreinlega faraldur þessarar aldar. Einnig hefur hún gríðarlega góða þekkingu á bætiefnum og virkni þeirra og hefur verið að aðstoða fólk við val á þeim. Hún leggur áherslu á að við séum öll ólík og með mismunandi þarfir.

Titilinn næringarþerapisti öðlaðist Inga eftir þriggja ára nám (2003-2006) við CET eða Center for Ernæring og Terapi í Kaupmannahöfn, en þar í landi er næringarþerapisti lögverndað starfsheiti. Hún vill meina að þetta nám hafi verið það besta sem hún hef gert fyrir sig og það að fá að miðla og kenna er hennar ástríða.

Í dag er hún á ferð og flugi og dvelur nokkuð mikið í Bandaríkjunum og á þar eiginmann. Þar fylgist hún vel með því sem er að gerast í heimi Functional Medicine, sem er sú tegund lækninga einblínir á rót vandans en ekki bara á einkennin. Næringarþerapía er einmitt afsprengi þessarar nálgunar læknisfræðinnar.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is