Jákvæðni er þitt val

Að vera jákvæður er val, þitt val og enginn annar getur stjórnað því hvernig þú bregst við og gefur frá þér. En hefurðu velt þessu fyrir þér svona í alvöru af hverju sumir eru lifsglaðir og njóta velgengni á meðan öðrum mistekst? Eða hvers vegna sumir eru daprir, en aðrir hamingjusamir? Auðvitað getum við öll átt erfið tímabil á ævinni, það er hluti af lífinu, annars myndum við ekki læra og þroskast sem einstaklingar. 

Innsæi þitt

Svarið við þessum spurningum liggur í undirmeðvitundinni en hún er sá hluti hugans sem við erum ekki meðvituð um. Hún tekur t.d. þátt í sjálfráðri starfssemi líkamans, svo sem hjartslátt og öndun. Hún vinnur fyrir þig 24 tíma á dag, án nokkurrar hvíldar.

Öll lífsreynsla okkar er geymd í undirmeðvitundinni, það er að segja minningar okkar, svo sem tilfinningar, hljóð og myndir.

Hefur ekki einhver sagt við þig „hlustaðu á innsæi þitt?“ Það er undirmeðvitundin þín.

Öll hvatning, latning, reynsla og hugmyndir okkar búa í undirmeðvitundinni og er því hugsanaferlið okkar því að mestu ómeðvitað. „Geymt en ekki gleymt“ er því góð lýsing á hlutverki hennar þar sem allt sem við upplifum, meðvitað og ómeðvitað er geymt hjá henni.

Heilagur sannleikur

Ef þig langar að breyta einhverju, sama hvað það er, þá þarftu að vilja breyta því. Það stórkostlega við undirmeðvitundina er að það er hægt að breyta, ef þú nennir að leggja á þig smá vinnu. Það er hægt að forrita hana upp á nýtt. Ég viðurkenni að það er vinna, en ég lofa þér því að það er þess virði, því þú hefur vald til að velja hugsanir þínar. Og ef þú sendir þær meðvitað til undirmeðvitundarinnar samþykkir hún það sem heilagan sannleik. Ef þú hugsar  eða segir „mér mun mistakast“, samþykkir hún það sem sannleika og þér mistekst. Ef þú trúir því, þá trúir hún því. Vertu því vakandi yfir því hvað þú ert að hugsa, stjórnaðu hugsunum þínum. Þú getur platað undirmeðvitundina til að ná fram breyttri hugsun eða hegðun.

Prófaðu þetta: 
Í stað þess að trúa því að þú sért ekki nógu klár og getir ekki lært neitt – breyttu því í „Hvers vegna er ég svona fljót að læra og næ öllu strax?“ og trúðu því.

Eða:

Í stað þess að vakna á morgnanna og byrja á því að telja þér trú um að dagurinn eigi eftir að vera ömurlegur og langur – breyttu því í „Hvers vegna vakna ég á hverjum degi í góðu skapi og dagarnir svona frábærir?“ og trúðu því.

Eða:

Í stað þess að segja að þú sért í svo lélegu formi og heilsulaus – breyttu því í „Hvers vegna er ég svona heilsuhraust, heilbrigð og í líkamlega góðu formi?“ og trúðu því.

Með þessu ertu að plata undirmeðvitundina til að ná fram breyttri hugsun eða hegðun og með tímanum fer hún að trúa þér. Hún trúði þér þegar þú sagðir við hana að þú værir neikvæð, í lélegu formi, að þú gleymir öllu og hvað sem það er sem þú ert búin að vera að sannfæra sjálfa þig um. 

Annaðhvort stjórnar þú huganum eða hann þér, því líf okkar ræðst af hugsunum okkar. Svo einfalt er það.

– Kolla Bjöss

Fylgja á Instagram
Fylgja á Facebook

Kolla Bjöss, á þrjú uppkomin börn, eiginmann og hund. Hún rekur líkamsræktarstöð á Höfn, er lærður Alliance jógakennari, Nlp markþjálfi og einkaþjálfari. Hún elska að fræðast og læra um hugann, og brennur fyrir því að dreifa út jákvæðum og uppbyggjandi boðskap sem gæti hitt í mark hjá þeim sem tengja við það.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is