Bakaðar sætar kartöflur með gúmmelaði

Bakaðar sætar kartöflur & ristaðar kjúklingabaunir með valhnetum, apríkósum og salatost
1/2 sæt kartafla skorin í litla bita 
1/2 glerkrukka soðnar kjúklingabaunir, skolaðar
1/2 salathaus
4 msk ólífuolía
1/2 sítróna, safinn
1 tak akasíhunang 
Salt & chili flögur
1/2 box basil, saxað gróft
1/3 bolli valhnetur, saxaðar gróft
8 apríkósur, saxaðar gróft 

1/3 bolli granateplafræ
1/2 krukka laktósalaus salatostur frá Arna

Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið kartöflur og kjúklingabaunir á bökunarpappírs klædda ofnplötu. Bakið/ ristið í um 20 mín. Á meðan þetta tvennt bakast/ ristist gerið salsa. Hellið í litla skál ólífuolíu, sítrónusafa, sætu, kryddi, valhnetum og basil, hrærið vel saman. Takið út sætar og kjúklingabaunir út úr ofninum og kælið smá.

Rífið salat á disk, hellið svo sætu kartöflunum og kjúklingabaunum þar á, næst apríkósu bitum, svo dreifið í salsa yfir allt saman og toppið með granateplafræjum og salatost.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is