Bakaðar sætar kartöflur með þeyttum bleikum salatosti, tómat epla & basil salsa

Bakaðar sætar kartöflur með þeyttum bleikum salatosti, tómat-epla og basil salsa
3 litlar sætar kartöflur 
2-3 msk ólífuolía 
1 msk Baharat Líbanon kryddblanda frá Kryddhúsinu
Smá salt

Skerið sætu kartöflurnar langsöm í tvennt, setjið á bökunnarpappír á bökunarplötu með opnu hliðina upp. Dreifið olíunni yfir sætukartöflurnar og kryddið með kryddblöndunni og salti.

Bakið í 200 gráðu heitum ofni í um 30 mín. 


Hrærður „whipped“ bleikur salatostur ( fetaostur)
1 krukka laktósafrír salatostur frá Arna (hellið olíunni af )
1-2 Rauðrófur (fer eftir stærð) flysjaðar og skornar í bita ca. 100-150 gr
1/2 msk cumin duft

Sett saman í góða matvinnsluvél og hrært saman þar til þetta er orðið silkimjúkt og með áferð líka og hummus


Tómat, epla & basil salsa
2 tómatar skornir í litla bita
1 epli kjarnhreinsað skorið í litla bita 
1 hvítlauksrif, pressað
1/2 box ferskt basil
4 msk ristaðar kasjúhnetur með chili, saxaðar gróft
Salt & pipar
1/2 dós kjúklingabaunir (vatni hellt af)
2 msk spæsí pestó frá Anna Marta eða annað gott pestó
Byrjið á að blanda kjúklingabaununum við spæsí pestóið. Hrærið svo öllu saman í stóra skál


Marineraður rauðlaukur                                                    
~sem ég á alltaf inni í ísskáp því ég elska að poppa upp hvaða mat sem er með þessum marineraða lauk 

1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar á mandólín          
2 msk rifin rauðrófa 
1 bolli hvítt edik
1 bolli vatn
1 msk hrásykur
1 msk sjávarsalt
1 tsk rósapipar korn

Settu laukinn, rauðrófu og piparkornin í krukku

Hitið edik, vatn, sykur og salt í meðalstórum potti við meðalhita.  Hrærið þar til sykurinn og saltið eru búin að leysast upp, um það bil 1 mínútu.  Látið kólna og hellið yfir laukinn.  Setjið til hliðar til að kólna niður í stofuhita, geymið síðan laukinn í ísskápnum.geymist í allt að 3 vikur 

Setjið saman :

Toppið hverja sæta kartöflu sneið með hrærða bleika salat ostinum, dreifið svo jafnt úr salsanu þar ofan á og toppið svo með marineruðum rauðlauk og jafnvel smá sítrónu oliu og salti.

Dásamlegur réttur sem er frábær einn og sér þar sem hann er vel samansettur af próteinum, kolvetnum og fitu og stútfullur af vítamínum og góðum efnum fyrir þig.

Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er ávallt kölluð er viðskiptafræðingur, heilsukokkur, heilsumarkþjálfi frá IIN, yoga kennari í Yogavitund í Garðabæ & heilsu matreiðslu námskeiðahaldari ~ það er hægt að senda henni póst: jana@jana.is til að fá meiri upplýsingar um námskeiðin og bóka þau hjá henni.

Jana elskar að deila öllu því sem tengist heilsu og heilsu uppskriftum með öllum þeim sem hafa áhuga á því og er að birta mikið af efni á instagramsíðu sinni: instagram.com/ janast. Einnig er hún nýbúin að opna heimasíðuna Jana.is þar sem hún er dugleg að setja inn uppskriftirnar sínar. Hún kveðst reyndar mun duglegri að vera í eldhúsinu sínu en tölvunni.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is