Kjúklingalundir á pastabeði

Kjúklingalundir á pastabeði

Fyrir 4-5 manns

 • 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
 • 500 g sveppir (blandaðir)
 • 3 x skallott laukur (smátt saxaður)
 • 3 x hvítlauksrif (rifin)
 • 70 g smjör
 • 400 ml rjómi
 • 250 ml þeyttur rjómi
 • 3 msk. sítrónusafi
 • 2 msk. fljótandi nautakraftur
 • 3 msk. söxuð steinselja
 • Ólífuolía til steikingar
 • Salt + pipar + hvítlauksduft
 • 12 hreiður DeCecco tagliatelle
 1. Byrjið á því að skera niður sveppina og taka allt hráefni til.
 2. Næst má hita ofninn í 190°C og snöggsteikja lundirnar, rétt til að brúna þær á öllum hliðum, upp úr olíu og smá smjöri, kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar í eldfast mót og í ofninn í 15 mínútur, sjóðið pastað á meðan.
 3. Steikið einnig á meðan sveppi, lauk og hvítlauk upp úr 70 g af smjöri við meðalháan hita þar til þeir mýkjast og safinn gufar upp, færið þá næst yfir á disk.
 4. Hellið 400 ml af rjóma á pönnuna, hækkið hitann og leyfið rjómanum að sjóða niður, bætið kjötkrafti saman við.
 5. Þegar sósan fer aðeins að þykkna má bæta steinselju, sítrónusafa og 250 ml af léttþeyttum rjóma saman og bæta síðan sveppunum aftur á pönnuna, blandið varlega saman.
 6. Berið réttinn síðan fram með því að setja pasta á disk, hella vel af sósu og sveppum yfir og setja kjúklinginn ofan á, njótið með góðu hvítvíni.

Berglind Hreiðarsdóttir, matarbloggari, hefur haldið úti síðunni www.gotteri.is í rúm 11 ár. Upphaflega stofnaði hún síðuna til að halda utan um kökunámskeið sem hún var að bjóða upp á en síðan hefur þróast verulega síðan þá. Í fyrra hélt hún til að mynda mitt síðasta kökunámskeið og setur nú aðallega inn almennar uppskriftir ásamt færslum sem eru tengdar ferðalögum, útivist og ævintýrum. 

Berglindi finnst gaman að geta sameinað áhugamálin sín á einum stað og segir að vinna við þau eru algjör forréttindi! Hún nefnir að auðvitað geti línan stundum verið óskýr á milli vinnu og einkalífs en eins og hún segir oft að á meðan það er gaman þá gerir hún þetta!

Áður en hún sneri sér alfarið að blogginu fyrir um fjórum árum starfaði hún við mannauðsmál og verkefnastýringu en hún lauk MPM meistaragráðu frá HR vorið 2018. Hún kveðst stundum sakna þess að vinna ekki hjá stóru fyrirtæki og leggja sitt af mörkum við að uppfylla markmið þess með frábæru fólki. Þess í stað býr hún til sín eigin markmið og drauma í sínum litla heimi. „Hver hefði til dæmis trúað því að ég ætti eftir að gera fjórar matreiðslubækur á þremur árum og tvær af þeim alveg sjálf frá umbroti að útgáfu,“ segir Berglind og hlær

„Ætli helsti kosturinn við starfið mitt sé ekki sá að ég þarf ekki að hafa mig til á morgnana frekar en mig langar, ég get hagrætt vinnutímanum eins og mér sýnist og síðan er ég alltaf að smakka eitthvað gómsætt eða skipuleggja skemmtileg ævintýri.“

Hér eru síðan linkar á mitt stöff 🙂 

https://www.gotteri.is/

https://www.instagram.com/gotterioggersemar/

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG