HVER ERTU?

HVER ERTU … ? Ég fékk þessa spurningu frá kennara sem sagði frá því að aðeins 10-15 % mannkyns vissu í raun og veru hver þau væru. En flestir telja sig vita það, svo kafa þeir dýpra og þá kemur oft í ljós að fólk hefur ekki hugmynd.

Þegar ég heyrði þetta kom upp í kollinn á mér, “jeminn veit fólk ekki svarið við þessu, ég er nú aldeilis með það á hreinu”. (það sem ég vissi lítið)

Mitt svar var: ÉG ER Móðir, eiginkona, systir, dóttir, ETC…..

Þá svaraði kennarinn, þetta segir mér ekkert um þig en þetta segir mér hins vegar hvernig þú fyllir daginn þinn af verkefnum því þetta eru allt hlutverk sem þú gegnir.

Þetta kraumaði innra með mér lengi… HVER ER ÉG….HVER ER ÉG……

Ég byrjaði á því að skrifa upp spurningar, hvað þykir mér skemmtilegt að gera, hvar liggur ástríða mín, hvar eru mín mörk og hver eru mín gildi. Þarna áttaði ég mig á því að ég vissi lítið um mig sjálfa því ég gat eiginlega ekki svarað neinni spurningu án þess að fara í heljarinnar ferðalag innra með mér.

Hvernig á ég að vita hver ég er ef ég veit ekki einu sinni hver ástríða mín er eða hvar mörkin mín liggja.

Á löngum tíma fóru svo svörin að koma til mín eitt af öðru og ég fann hvernig ég stóð fastar í eigin fætur og vissi fyrir hvað ég stóð.

Það sem ég fór að sjá breytast í fari mínu voru litlu hlutirnir. Þegar einhver spurði hvað eigum við að borða þá þorði ég að taka af skarið og segja hvað mig langaði án þess að hugsa um hvað hentaði öllum öðrum. Ég sagði NEI og stóð við það og leið vel, ég þorði að segja mína skoðun oftar og þótti ekki mikið mál þó fólk væri ekki á sömu skoðun og ég. ( í stað þess að finnast það vandræðalegt þótti mér það forvitnilegt og langaði að vita meira um skoðanir annarra)

Með öðrum orðum þá fann ég hvernig sjálfsásakanir og niðurrif minnkuðu og nánast hættu og ég fór að vera með mér í liði. Púkinn á öxlinni fór í frí og klappstýran mætti á öxlina og með henni eru mér allir vegir færir.

En aftur að spurningunni HVER ER ÉG Ég er sterk, ákveðin, morgunfúl, metnaðargjörn KONA sem stend sterk í báðar fætur og brenn fyrir það að þekkja mig betur, vaxa, taka meira pláss og kenna öðrum konum að gera slíkt hið sama.

Það að fara í sjálfsskoðun sem þessa, tekur tíma og orku. Mínu ferðalagi fylgdu ýmsar tilfinningar … reiði og sorg yfir því að hafa ekki farið fyrr af stað því lífið varð svo miklu einfaldara þegar ég varð sterkari ÉG.

Gleði, hlátur og grátur voru einnig samferða á þessu ferðalagi. ÞAÐ ER EKKERT MEIRA SEXY EN KONA SEM STENDUR STERK Í BÁÐAR FÆTUR.

– Linda Björk Hilmarsdóttir
linda@brava.is / www.brava.is / www.studiosport.is

Linda Björk Hilmarsdóttir er PCC markþjálfi og leiðbeinandi í markþjálfun og starfsendurhæfingu. Hún býr lítilli byggð rétt fyrir utan Selfoss með börnum sínum og eiginmanni.  Linda stofnaði fyrirtækið BRAVA sem heldur utan um ýmis verkefni tengd mannrækt.  Einnig er hún einn af eigendum STUDIO SPORT á Selfossi. 

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is