Hindberja pâte de fruit

Núverið gaf Ólöf Ólafsdóttir, konditorí, út bókina Ómótstæðilegir eftirréttir. Samhliða því er hún í íslenska kokklandsliðinu og kemur til með að keppa á Ólympíuleikunum 2024 sem haldnir verða í Stuttgard.

Ólöf kveðst hafa haft brennandi áhuga á köku- og eftirrétta gerð frá því að hún man eftir sér sem leiddi hana út í heim eftiréttanna.  Hún kláraði sveinspróf árið 2021 í ringsted Danmörku og útskrifaðist þar sem konditor. Hægt er að fylgjast með henni hér.

Mig langaði að gera bók fyrir alla, fyrir byrjendur og lengra komna til að opna augun fyrir fólki til að kynna þau meira fyrir öðruvísi eftirréttum og kökum. Sumar kökur eru flóknari en aðrar sem að gerir fólki kleift að æfa sig á mismunandi tækni sem þau geta notað og búið til listaverk!  Einnig eru vegan, glútenfríar og laktosalausar uppskriftir sem skemmtilegt er að hafa bakvið eyrað.

Hér deili ég með lesendum uppskriftinni að pate fruit. Pate de fruit eða ávaxtahlaup, er tegund af frönsku sælgæti sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 1000. Það var eftirsóknarvert enda þótti það mjög fínt. Þetta sælgæti má finna sem petit four á mörgum fínum veitingastöðum nú í dag. Pate de fruit er í rauninni eins og nafnið gefur til kynna ávaxtahlaup sem er hjúpað í sykri.

Hindberja pâte de fruit
800 g frosin hindber (500 g hindberjasafi)
600 g sykur
100 g glúkósi eða maíssíróp (corn-síróp)
5 g sítrónusafi
10 g pektínduft

Byrjið á því að smyrja eða plasta formið sem þið ætlið að nota og setjið það til hliðar. Ég mæli með að nota eldfast mót sem form. Blandið saman 150 g af sykri og pektíndufti í skál, þetta hjálpar til við að pektínið hlaupi ekki í kekki.

Setjið frosnu berin í stóran pott og hitið þau þangað til þau hafa þiðnað. Sigtið berin í stóra skál og ýtið með sleikju ofan á þau til að ná sem mestum safa úr berjunum. Vigtið 500 g af safanum og setjið í pott.

Hitið safann við vægan hita og hellið pektínsykrinum saman við. Hrærið stanslaust á meðan þangað til að blandan hefur náð suðu. Hellið restinni af sykrinum ásamt glúkósa/sírópi saman við og hrærið á meðan. Þegar blandan er komin upp í 107°C er sítrónusafanum bætt saman við. Sjóðið blönduna í 1 mínútu í viðbót.

Hellið hlaupinu í formið. Leyfið því að kólna og setjið síðan plastfilmu yfir það. Látið hlaupið standa yfir nótt. Takið hlaupið úr formunum, skerið það í teninga og veltið því upp úr sykri. Gott ráð er að bleyta hnífinn eða bera olíu á hann svo að hlaupið festist ekki við hann. Ég set stundum smá af sítrónusýru með í sykurinn – en alls ekki of mikið! Sítrónusýran gefur hlaupinu meiri ferskleika.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is