Bestu jólaminningar mínar eru frá því ég var lítil með mömmu og pabba á æskuheimilinu okkar. Þá hlakkaði ég alltaf til jólanna og þetta var svo stórt í huga mínum. En eftir því sem maður eldist verður þetta oftar en ekki svolítið stress. Nóvember og desember er alltaf stærsti tíminn í Snúrunni og því lítill tími til þess að huga að jólagjöfum og undirbúningi. Ég sé það alltaf betur og betur að þetta er hátíð barnanna og það gleður mig ekkert meira en að þau séu glöð með allt.
Ég er alin upp við rjúpur á jólunum en eftir að ég eignaðist mín eigin börn þá erum við ýmist með kalkún eða hamborgarhrygg. Ég er ekkert svakalega föst í hefðum og ein jólin þegar ég var ekki með krakkana, fórum við mamma tvær út að borða á Hótel Sögu. Það var líka alveg yndislegt og minnti mig á gamla tíma þegar við fjölskyldan fórum alltaf á Hótel Sögu. Ég hef líka verið á Tenerife, Austurríki og Kanarí um jólin og það var líka bara æðislegt. Ég er sem sagt alls ekki ein af þeim sem þarf að hafa hlutina eins.
Að mínu mati er það besta við jólin maturinn og fallega tónlistin. Ég var alltaf svakalega mikið pakkabarn sem leyfði foreldrum og systkinum mínum varla að borða matinn áður en við rukum í að opna pakkana. Nú geri ég í því að draga þetta og pína börnin mín í að gera þetta hægt og rólega. Verst finnst mér að hafa lítinn tíma til að undirbúa og njóta almennilega jólanna út af búðinni. Ég þyrfti að vera sjúklega skipulögð og vera búin að kaupa og pakka inn í september en ég er oftar en ekki að pakka inn á milli rétta á aðfangadag. En besta jólagjöfin mín eitt árið var yndislegi Villi minn sem fæddist á aðfangadag 2009.
Uppáhalds jólamaturinn minn er hamborgarhryggur og purusteik eins og hún yndislega Karí fjölskylduvinkona okkar gerði alltaf. En það er svo líka fátt sem toppar ris a la mande sem mamma gerir, með karamellusósu.
Ég hef oftar en ekki verið lasin á jólunum eftir vertíðina, með streptókokka, flensa, ælupest og ég veit ekki hvað og hvað. Sem betur fer hefur samt ekkert alvarlegt gerst annað en eitthvað af börnunum fór í fýlu yfir að hafa ekki fengið nákvæmlega það sem það hugsaði sér og gleymdi að segja manni að það langaði í.
Eitt af uppáhalds merkjunum mínum núna er Anine Bing. Ég gæti vel hugsað mér að eignast þessa peysu. Tyler Peysa – Mathilda
Það voru að koma sturlaðir nýjir lampar frá Design By Us í Snúruna. Þeir eru þráðlausir þannig að það er hægt að hafa þá hvar sem er og ekki þörf á því að hafa áhyggjur af því að finna innstungu. TRIP lampi – snuran.is
Það var að koma út bók frá Home and Delicious sem heitir Myndlist á heimilum. Hún tengir saman áhuga minn á húsgögnum og myndlist og ég er mjög spennt að sjá þessa bók.
Facebook
Það er alltaf gaman að eiga fallega eyrnalokka til þess að dressa sig upp.
Freshwater Pearl eyrnalokkar – snuran.is
Ég er ný búin að horfa á Friends þáttinn þar sem Ross lendir í veseni í leðurbuxum en langar samt að taka sénsinn á þessu. Shane leather pants, Black – Fou22
Ég elska að spila og sérstaklega við krakkana. Ég viðurkenni að það er alveg átak að ná sjálfum sér og öllum úr símanum, en þegar það tekst þá eru það lang bestu stundirnar.
Codenames á íslensku – Spilavinir
Finnst þessi kanna svo tryllt frá Byon, bæði hægt að nota hana sem könnu fyrir drykki og svo ef maður fær blóm að henda þeim í hana og þá er þetta vasi.
Shelley kanna/vasi – snuran.is
Nú þegar veturinn er að skella á þá þarf ég nauðsynlega þetta rakasett.
The Deep Hydration gjafasett | Elira Beauty
Finnst hattarnir frá Feld alveg geggjaðir, ekki bara fallegir heldur líka svo hlýir.
ÞÝÐA fur hat (feldur.is)
Adele tónleikar í Las Vegas
Mig er búin að dreyma um að fara á tónleika hjá Adele síðan ég bjó úti í London 2011. Þá var hún að spila á litlum stöðum hér og þar um borgina en er núna komin til Las Vegas. Hef heldur aldrei komið þangað þannig það væri gaman að slá tvær flugur í einu höggi.