Lyfta þungum lóðum og hætta að spá í hvað öðrum finnst

Hvað ert þú að gera þessa dagana?
Ég er auðvitað alltaf eitthvað að brasa í eldhúsinu, svo erum við að skipuleggja fermingu frumburðarins sem verður seinnipartinn í mars ásamt því að vera að skipuleggja sumarfríið. Við prófuðum húsaskipti í fyrsta sinn í fyrra og erum að græja það aftur núna. Þetta er smá eins og fasteignamarkaðurinn, tilboð hér og þar, spurning hverju á að taka, gagntilboð á dögum áður en samningurinn er svo undirritaður og flugið keypt. 

Hvernig myndir þú lýsa þér?
Ég myndi segja að ég væri hress og orkumikil, skapandi og næ yfirleitt að sjá jákvæðar hliðar á öllu. Einstaklega stríðin, það er bara svo gaman að gera grín og hlæja. Enda nú oft á því að koma mér í vandræði eins og einu sinni þegar ég sé mann vinkonu minnar í búðinni, stökk á hann og ákvað að bregða honum, mjög fyndið nema þetta var alls ekki hann heldur bara einhver bláókunnugur maður, hahah!  

Hvernig myndu þínir nánustu lýsa þér?
Lífsglöð, ofurpeppari, traust, uppátækjasöm, stríðin og skemmtileg. Góð vinkona, jákvæð og með óþolandi mikla þörf fyrir hreyfingu og próteininntöku (ég spurði þau, hahah).

Týpískur dagur í lífi Helgu Möggu?
Það er yfirleitt ræs svona 7:15 og svo er bara að koma öllum út á sína staði, morgunmatur/nesti og allir út, krakkarnir í skólann og lillan á leikskólann. Svo er best að koma heim aftur og fá mér kaffibolla og morgunmat í ró og næði. 

Ég vinn mest megnis heima og á morgnana byrja ég á því að svara tölvupóstum og vinna í næringarþjálfuninni minni. Ég reyni að koma æfingu inn á hverjum degi hvort sem það er í tíma hjá Karítas eða ég að lyfta sjálf. 

Eftir hádegi er ég oft að vinna í einhverjum uppskriftum, taka upp efni eða klippa myndbönd. Mér finnst voðalega þægilegt að skipta deginum aðeins upp, fara úr tölvu vinnunni yfir í eitthvað skapandi. Svo koma krakkarnir heim og svo er það bara þetta týpíska græja kvöldmat og heimanámið, háttatími. Krakkarnir okkar eru 3 ára, 9 alveg að verða 10 ára og svo 14 ára svo þetta eru ólíkar þarfir og mismikil vinna auðvitað. Við horfum oft á eitthvað saman eftir að yngsta sofnar og svo er það bara svefninn.

Hvað veitir þér gleði?
Samverustundir með fjölskyldunni og vinum. Að stuðla að og fylgjast með fólkinu mínu ná heilsufarslegum markmiðum sínum finnst mér líka algjörlega geggjað. Svo verð ég auðvitað að nefna að ég elska að elda góðan mat. Seinnipartinn fer ég oft bara í minn heim í eldhúsinu og maðurinn minn sér um rest á meðan.

Hvað stóð upp úr eftir árið 2023?
Ég held ég verði að segja fertugsafmælið mitt sem ég hélt uppá frekar spontant. Lítið plan en geggjað partý. Og sumarið og húsaskiptin, þetta var allt svo geggjað og gaman saman með fjölskyldu og vinum. 

Hvaða lærdóm tókstu frá liðnu ári?
Ætli það hafi ekki verið helst að treysta innsæinu og að standa með sjálfri mér. 

Hvernig leggst árið 2024 í þig?
Rosalega vel. Árið byrjar vel og nú er orðið bjartara á daginn, allt á uppleið. 

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir þetta ár?
Sennilega að halda áfram að vera fabjúlöss, lifa í núinu og halda áfram að hafa gaman.  

Bók/bækur/hlaðvörp sem þú mælir með?
Bókin á náttborðinu er Blæja góða nótt bókin – mjög skemmtileg barnabók.  Hvað varðar hlaðvörpin þá er ég voða mikið að hlusta á þátt og þátt hér og þar, oft eitthvað sem vinkonur mínar benda mér á. 

Hvaða ráð vilt þú gefa öðrum konum?
Lyfta þungum lóðum og hætta að spá í hvað öðrum finnst, það er enginn að spá í þér. Bara fulla ferð áfram!

Helga Magga hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur næringu og heilbrigðum lífsstíl. Hún starfar sem næringarþjálfari fyrir einstaklinga og lögreglumaður ásamt því að halda úti heimasíðunni www.helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum og góðum uppskriftum. 

Hún er einnig ein helsta samfélagsmiðlastjarna Íslands! (Djók hahaha!!) og vinnur auglýsingaefni fyrir fyrirtæki á miðlunum sínum Instagram og Tiktok.

Uppskriftirnar á heimasíðunni hennar henta fyrir alla og eru yfirleitt mjög macros vænar, sem þýðir einfaldlega það að það eru nokkuð jöfn hlutföll næringarefna í uppskriftunum. Á instagraminu „helgamagga“ er hún einnig oft að sýna hvað hún borðar yfir daginn og gefur fólki góðar hugmyndir af næringarríkum mat sem hægt er að grípa í ásamt því að sýna frá því hvernig hún næ að koma hreyfingu inn í daginn sinn og hefur þannig góð og hvetjandi áhrif á fylgjendur sína. 

https://www.helgamagga.is

https://www.instagram.com/helgamagga/

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is