Óskalistinn – Íris Kjartans

Undanfarnar vikur hef ég verið að tileinka mér nýjan eiginleika þar sem ég reyni að njóta meira en að þjóta! Ég er venjulega fiðrildi sem þýt út um allt og gef mér oft ekki tíma til þess að taka inn það yndislega sem er að gerast í kringum mig, því ég er þotin í að gera eitthvað annað og nýta tímann. Þessi jólin kom því yfir mig einhverskonar öðruvísi andi. Í lok Nóvember var ég farin að skoða jólatré og það var komið upp í stofu hjá mér 1. Desember og ég nýt þess að kveika á því á hverjum degi. Einnig fannst mér voðalega mikið vesen að græja heilt tré, skraut og seríu sem þyrfti svo að taka niður viku seinna, hagsýn húsmóðir hér á ferð.

Þar sem við fjölskyldan, erum í verslunar rekstri hefst jólafríið okkar seint á Þorláksmessu kvöld og þá er búið að vinna sér ansi vel inn fyrir fríinu í jólaösinni fyrir jólin. Desember er skemmtilegasti tími ársins hjá okkur í Wodbúð og við njótum hvers einasta dags. Ein fyrsta hefðin sem við sköpuðum sem fjölskylda, og hún varð eigilega óvart til en er ein af okkar uppáhalds, er sú að ég og maðurinn minn stöndum alltaf saman vaktina á Þorláksmesssu kvöld. Vinir okkar og vandamenn kíkja á okkur, fá sér súkkulaði og redda síðustu gjöfinni. Klukkan 21:00 lokum við búðinni saman seint að kvöldi og keyrum saman heim í jólafrí.

Þessi jólin er þó óvenju mikill spenningur fyrir því að fá að upplifa þau í gegnum eins árs son okkar og þá verður nýji eiginleikinn sem ég er að tileinka mér, njóta en ekki þjóta í hávegum hafður! 

Á óskalistanum mínum er allskonar, sumt nytsamlegt og annað skemmtilegt. Ég þoli ekki óþarfa og finnst skemmtilegast að gefa gjafir sem nýtast vel og fólki langar í, því annað er svo mikil synd. Einnig finnst mér fátt skemmtilegra en að versla við litlar sætar búðir sem gera vel við viðskiptavini sína og ég elska að prófa að versla við einhvern sem ég hef ekki verslað af áður.

ULLARFÖT: Efst á listanum mínum eru ullarföt frá aim‘n úr Wodbúð. Ég elska ullarföt á þessum árstíma en finnst þau yfirleitt frekar lummó, en þessi eru undantekning.

HNÖKRAVÉL: Mig langar í þessa hnökravél frá Verma fyrir prjónapeysurnar mínar. Hef ætlað að kaupa þessa í marga mánuði.

SOFT LONG SLEEVE: Frá aim‘n eru mýkstu bolir sem ég og allar vinkonur mínar höfum átt! Ég á einn en langar í annan í stærri stærð til að hafa meira sem kósý heima þegar ég nenni ekki að vera of mikil pæja.

HEKLA: Ég elska að prjóna en hefur gengið illa með heklið. Mig langar mikið í þessa bók og sé fyrir mér að hún komi mér af stað í heklinu.

MANNBROTTAR: SKRÍTIN ósk en nytsamleg. Ég datt í fyrra með barnið mitt í fanginu og passaði svo vel uppá hann að ég var sjálf með vesen í hálsinum í marga mánuði eftir á. Broddar fyrir mig takk!

NEW BALANCE FRESH FOAM: Eins og ég hef sagt áður er ég kona sem þýt mikið út um allt, yfirleitt aðeins of mikið en þá er gott að vera í mjúkum skóm og mig langar í þessa! Ofurmjúkir skór fyrir fólk á ferðinni.

FORSTOFUMOTTA: Þessi motta þarf að fara að komast heim til mín því ég er búin að biðja um hana 4 ár í röð.

RÚMFÖT: Mig langar í beige lituð rúmföt eins og flestum konum. Væri til í að leggja mig í þessum á jóladag.

BUXUR: Frá Malene Birger. Á einar elífðarbuxur sem ég dreg fram aftur og aftur og langar í þessa nýju týpu.

VETRARBUXUR: Ég fer út á róló allar helgar og langar í nýjar go-to fóðraðar vetrarbuxur. Það er svo gaman að vera pæja í útifötum svo ég ætla að fá mér þessar ef þær koma ekki innpakkaðar undir tréið.

Íris Blöndahl, matarelskandi með meiru og ég elska að hafa það notalegt, en get þó ekki setið kyrr í eina sekúndu. Ég hef áhuga á öllu sem viðkemur útivist, hreyfingu og notalegheitum, enda vinn ég við að selja landsmönnum fullkomin föt fyrir slíkt.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is