Ofnbakað gómsætt grasker toppað með ferskum kryddjurtum, berjum & graskersfræjum
1 stk ílangt grasker
4 msk ólífuolía
2 tsk ítölsk kryddblanda frá Kryddhúsinu
2 tsk hvítlauks salt frá Kryddhúsinu
6 msk salatostur frá Arna
Til að toppa þegar búið er að baka:
2 msk ferskt kóríander eða basil
2 msk granateplafræ
2 msk goijiber eða fersk bláber
2 msk graskersfræ
Salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 190 gráður.
Skerið graskerið í tvennt og hreinsið fræin í burtu. Skvettið olíu yfir og kryddið.
Setjið graskerið inn í ofn og bakið í um 40 mínútur.
Takið út og dreifið salatostinum (feta- eða vegan osti) yfir og bakið í 10 mínútur í viðbót.
Takið graskerið út og hrærið smá í ostinum og graskerinu. Kælið í smá tíma og toppið svo með ferskum kryddjurtum, granateplafræjum, goijiberjum eða bláberjum & graskersfræ
knús og gleði inn í árið,
– Jana