Er í lagi að stunda sína hreyfingu ef maður er með verki? 

Hreyfing er ein besta meðferðin við stoðkerfisverkjum en þegar við erum með verki að þá er mjög erfið tilhugsun að fara og hreyfa sig, bæði því verkir eru orkufrekir og þar af leiðandi oft þreyta og slen sem fylgja þeim. Svo getur það líka verið erfitt að vita ekki alveg hvaða æfingar eða hvernig hreyfing hentar þegar verkir eru til staðar.

Það að aðlaga æfingar í takt við meiðsli, verki, dagsform og líðan er lykillinn. Það hjálpar okkur að líða vel á æfingu, hafa gaman af hreyfingunni, langa og jafnvel vanta nauðsynlega að komast á æfingu á þreyttum og erfiðum dögum. Þegar við náum að hugsa hreyfingu sem eitthvað sem við gerum fyrir okkur sjálf, bæði andlega og líkamlega, tími þar sem hægt er að slökkva á öllum hugsunum og pæla bara í næstu hreyfingu og leyfa okkur að líða vel en ekki mæta til að pína okkur áfram. 

Það sem hægt er að gera á dögum sem verkir eða minni orka er til staðar er að aðlaga æfingarnar þannig að okkur líði vel í þeim. Hvort sem það er að létta eða sleppa þyngdum, stytta hreyfingar, breyta æfingum þannig okkur líði vel og auki ekki á óþægindi eða þreytu. Ef óþægindin koma meira eftir æfingu þá er líka gott að reyna að átta sig á hvaða æfingar það eru sem gætu verið að valda því og aðlaga þær þannig að álag á verkjasvæðið sé sem minnst.

Svo er líka um að gera að henda hugsuninni um að þú vitir ekki hvort þú sért að gera æfinguna rétt eða beita þér rétt bara lóðbeint út um gluggann. Ef þér líður vel í æfingunni og æfingin veldur þér ekki óþægindum þá er það bara þín útfærsla og auðvitað er alltaf hægt að betrumbæta allt sem við gerum, en mikilvægt að það sé ekki að stoppa okkur í að hlusta á líkamann og þora að hreyfa okkur. Líkaminn notar svo oft verki eða óþægindi til að láta okkur vita að við þurfum að hægja á okkur, hvíla eða breyta því sem við erum að gera og mikilvægt að hlusta á það og prufa sig áfram.

Þegar upp koma verkir eða óþægindi að þá er mikilvægt að stíga skref aftur og lágmarka álag á verkjasvæði en halda samt áfram að hreyfa sig, svo þegar við erum búin að ná verkjunum niður þá er líka mikilvægt að álagið sé stigvaxandi svo við förum ekki beint aftur í að finna verki eða óþægindi, það getur oft tekið tíma og krefst þolinmæði en svo ofsalega mikið þess virði.

Við hjá Vivus þjálfun erum mjög virk á Instagram og komum þar með allskonar hugmyndir að útfærslum í mismunandi æfingum og hvernig hægt er að aðlaga æfingar til að lágmarka álag á ákveðin svæði. 

Njótum þess að hreyfa okkur, gerum það fyrir okkur sjálf og á okkar forsendum.

– Sara Lind, Valgerður og Daði Reynir

Þrír sjúkraþjálfarar og stofnendur Vivus þjálfunar með brjálaða ástríðu fyrir hreyfingu og því að hjálpa fólki að finna leiðir til að geta stundað þá hreyfingu sem það vill helst, þrátt fyrir meiðsli, álag og annað sem upp kemur í lífinu. 

Heimasíða Vivus
Vivus þjálfun á Instagram

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is