Hlaup eru mín hugleiðsla

Þú kreppir saman hnefana, þú setur axlir upp að eyrum, dregur djúpt andann, heldur honum inni og ferð af stað.

Þú ferð inn í þitt tímabundið, tímabundið álag, eftir eitt álags tímabil kemur annað svo að það er orðið endalaust. En þú tekur ekki alveg eftir því fyrr en einn daginn nærðu ekki að halda inn í þér andanum lengur, nærð ekki að losa úr hnefanum, þeir eru límdir saman, axlirnar eru svo hátt uppi að eyrum að þegar þú slakar á þeim þá fara þær ekki niður.

Svo að einn daginn, neyðist þú til að hætta því sem þú ert að gera og af læra allt sem líkaminn hefur lært á þessum tíma. 

Læra að anda, læra að gera daglega hluti á göngu hraða, læra að slaka á vöðvunum.

Hlaup fyrir mér er staður þar sem ég get sleppt úr hnefanum, þar sem ég get stoppað horft í kringum mig og gjörsamlega notið friðarins í náttúrunni, ég næ hugarró og ég fyllist af frelsistilfinningu, allt utanaðkomandi skiptir engu máli bara þetta augnablik sem ég er að upplifa á þessari stundu.

Var það þannig í byrjun? Fokk nei

Þegar ég byrjaði, þá átti ég í baráttu við hugsanir mínar á hverri hlaupaæfingu, í byrjun hljóp ég heim og fór að gráta því mér fannst ég ekkert geta þetta

En ég var búin að lofa mér. Ég ætla að sigra. Ég ætla upp úr holunni.

Svo ég mætti aftur, og aftur og aftur. 

En ég mætti ekki með sama hugarfarið, ég fann mér aðferðir til þess að vinna í huganum á meðan ég hljóp. Það fyrsta sem ég gerði og er mitt uppáhalds ennþá í dag. 

Finndu þér þrjú orð eða þrjár setningar sem þér finnst eiga við um þig eða sem þig langar að eigi við um þig eins og: ég er sterk, ég er hugrökk, ég get þetta.

Og í hvert einasta skipti sem það komu upp neikvæðar hugsanir í hugann minn meðan ég hljóp þá kæfði ég hugsunina með þessum orðum. Ég man fyrst þegar ég byrjaði þá þurfti ég að kæfa hugsanirnar allan tímann meðan ég hljóp á 5 sekúndna fresti þangað til allt í einu fór ég að hugsa það sjaldnar og sjaldnar og sjaldnar og ég var farin að trúa þessum orðum. 

Sjálfstrausið mitt rauk upp. Með tímanum urðu hlaup líka mín hugleiðsla. Ég var farin að njóta þess að hlaupa, hlusta á tónlist söng með, hlaupa eitthvert í náttúru bara til að horfa á fallegt umhverfi og anda rólega. Ég vissi ekki að það væri ekki hægt að hugsa ekki neitt fyrr en ég náði þessum punkti. – Ég hef allt mitt líf átt huga sem stoppar ekki og ég á alveg enn erfitt með að stoppa hann í dag en hlaup hjálpa mér og þegar ég er í mínu hlaupa zone-i þá næ ég að slökkva oftar.

Mitt markmið er að sýna að hlaup geta verið alls konar.  Auðvitað er stór partur af því að ná frammistöðu markmiðum sínum t.d eins og að hlaupa lengra, hlaupa hraðar, byrja að skokka en það gerist í vegferðinni og þegar þú nærð því það gefur það þér enn meiri sannfæringu, enn meira sjálfstraust til að halda áfram. Þú ert að sýna sjálfri þér að þú getur þetta. En fyrir aðrar er það bónusinn, fyrir aðrar þá er það bara að ná að komast út úr húsi, ná að losna við álagið eða áreitið. Hlaup eru allskonar hlaup fyrir mér er þar sem ég vinn í andlegu og líkamlegu heilsunni minni.

Ég var í hópíþrótt frá því ég var 5 ára, ég treysti mikið á pepp frá öðrum, liðsfélögum, þjálfurum, foreldrum, maka. En þegar ég byrjaði að hlaupa þá áttaði ég mig á því að ég kann ekki að peppa sjálfa mig, ég hafði aldrei gert það, ég hafði alltaf dregið mig niður og treyst á aðra utanaðkomandi til að peppa mig upp aftur. í alvörunni, vertu hávær í huganum þínum öskraðu á þig heimsins bestu pepp orð sem þú finnur og vertu þinn stærsti peppari í lífinu, alltaf.

Eina sem þú þarft til þess að byrja að hlaupa eru góðir hlaupaskór. Ef þú ert á núll punkti byrjaðu á röskum göngum, byrjaðu svo á að blanda saman göngu og skokki þó það séu bara nokkrar sekúndur upp í 1 mínútu. Byrjaðu þar sem þú ert stödd og ekki spá í neinu hvar aðrar eru staddar. Þetta snýst bara um þig, þetta er þín eigin vegferð

Allar út að hlaupa.

Sabrína Lind Adolfsdóttir, ég er hlaupaþjálfari, ÍAK einkaþjálfari og hlaupatækni þjálfari. Tveggja barna móðir og fokking frábær kona

Instagram: runwithsabrina
Heimasíða: www.runwithsabrina.com

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

Lífstíll

 • All Post
 • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG