Óskalistinn – Tinna í Hrím

Það sem mér finnst ómissandi á jólunum er grenilyktin af jólatrénu, rauðvínssósan hennar mömmu og góð plata á fóninum. Ég á ekki margar jólahefðir fyrir utan að borða ótrúlega mikið af reyktu kjöti og samvera með fjölskyldunni, segir Tinna sem er eigandi verslunarinnar Hrím. Ég fer reyndar alltaf í göngutúr á jóladag. Aðallega til að losa um bjúginn eftir allt kjötátið. Ég elska að spila og horfa á jólamyndir á kvöldin í rólegheitum.

Jólin í fyrra komu mér mjög mikið á óvart. Ég fékk óvæntan gest sem gaf mér tvær plötur, það þótti mér ótrúlega fallegt og gaman.

Jólin í ár verða róleg og lítið plönuð. Við verðum í mat hjá foreldrum mínum á aðfangadag , þau búa bara í næsta húsi og við höfum ekki verið hjá þeim í mörg ár. Ég hlakka mikið til að vera aftur með þeim. Ég er yfirleitt alveg úrvinda eftir jólavertíðina í Hrím þannig að jólin snúast mestmegnis um hvíld hjá mér og að njóta þess að vera með börnunum mínum.

1. Revolver motta frá Seletti.  Ég hef haft það sem hefð að gefa sjálfri mér alltaf 1-2 jólagjafir frá Hrím. Eitthvað sem mig hefur lengi langað í. Núna langar mig í lampa og nýja mottu. Sjá hér

2. Hlýr pels frá Feldi. Ég elska að klæða mig vel og fallega, mátaði þennan um daginn. Sjá hér

3. Gestuz ullarpeysa í uppáhalds litnum mínum. Fæst á boozt.

4. Blow ljós frá Seletti sem er til í Hrím

5. Verk eftir Þránd Þórarinsson. Ég elska að safna fallegum listaverkum og langar í verk eftir hann

6. Silkiskyrta eftir Sævar Markús sem fæst í Apotek Atelier. Hann er uppáhalds fatahönnuðurinn minn. Ég sel sokka og trefla eftir hann í Hrím

7. Samfélag Eftir Máli. Ég er með BA í arkitektúr og mér finnst svo gaman af skipulagsmálum og þróun Reykjavíkur. Ein bók í jólagjöf þykir mér fallegt að fá. Fæst hjá sögufélagi.

8. Askja mokkajakki frá Feldi. Þessi er svo gæjalegur. Mig langar í þennan jakka við skó sem ég á.

9. GANNI skór sem eru góðir í hálku. Fást í NTC.

10. David Bowie er einn af mínum uppáhalds. Ein plata í jólagjöf gleður mig mjög mikið. Fæst hjá Alda Music.

Tinna Brá Baldvinsdóttir er eigandi verslunarinnar Hrím.
@tinnabra
@hrimhonnunarhus

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is