Hráfæðisfalafel með spíruðum linsubaunum

Hráfæðisfalafel með spíruðum linsubaunum
70 g kjúklingabaunir
3 döðlur (um 35 g), lagðar í bleyti
40 g kókosolía, brædd
1 avokadó
15-20 g steinselja, má nota stilka líka
smá sítrónusafi (ca. ½-1 msk)
1 tsk salt
1 ½ tsk broddkúmen (e. cumin)
½ tsk pipar
½-1 tsk túrmerik
150 g spíraðar linsubaunir
möndlumjöl til að velta upp úr

Setjið kjúklingabaunir, döðlur, avokadó, steinselju, broddkúmen, salt, pipar, túrmerik og sítrónusafa saman í matvinnsluvél og látið maukast létt saman. Gott er að hafa lagt döðlur í bleyti í ísskáp yfir nótt eða nota mjúkar medjool döðlur. Bætið við bræddri (en smá kældri) kókosolíu og maukið síðan áfram þar til allt hefur blandast vel.

Setjið blönduna í skál eða ílát og bætið næst spíruðu linsubaununum saman við. Hrærið varlega saman í skálinni þar til allt hefur blandast. Geymið í kæli þar til massinn er orðinn þéttari og stífari (allt frá hálftíma upp í yfir nótt). Takið síðan úr kæli og mótið í kúlur eða buff og veltið upp úr annað hvort möndlumjöli eða miðlungsfínt hökkuðum möndlum.

Hægt er að setja hráfæðisfalafelin í pítur, salatskálar, burritos eða nota sem meðlæti – allt eftir smekk.

Salatskálin tengd þessari uppskrift inniheldur:
• Svartar baunir • pikklaðan rauðlauk • steinselju • salat • tómata • granatepli • avokadó • furuhnetur • sesamfræ • sprettur • hummus •

Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir er löggiltur næringar- og matvælafræðingur og yogakennaranemi með mikla ástríðu fyrir næringu á öllum æviskeiðum, heilsu, hollum hráefnum og uppskriftaþróun. Hún hefur unnið síðustu ár við næringarráðgjöf, vöruþróun, gæðaeftirlit, rannsóknir, matvælaframleiðslu, uppskriftaþróun og fræðslu m.a. hjá Eldum rétt, Salathúsinu, Gló í DK, mötuneyti Alþingis og Matís ásamt því að hafa starfað sem sjálfstæður næringarfræðingur samhliða því. Hún starfar nú sem næringarfræðingur og býður upp á ráðgjöf og fræðslu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki sem og að starfa við þróun á hollari matvælum.

Vefsíða: https://birgittalind.is
Instagram: https://www.instagram.com/birgitta_vilhjalms/

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG