Karamellu- og valhnetubrownies

Hér er á ferðinni lauflétt næringar- og steinefna bomba fyrir húð og líkama að hætti Jönu okkar. Uppskrift sem er ofureinföld í gerð og bragðast stórkostlega.

Karamellu valhnetu brownies
Botninn: 
1 1/2 bolli döðlur steinlausar 
1 1/2 bolli valhnetur 
1/4 bolli kakóduft

Karamellukrem:
1/2 bolli möndlusmjör  
1/4 bolli akasíuhunang eða hlynsýróp
2 msk brædd kókosolía

Til að toppa í lokinn 
Nokkrar saxaðar valhnetur  
Smá salt

Aðferð:
Botninn: blandaðu öllu hráefninu saman í matvinnsluvél þar til allt klístrast vel saman. 
Setjið í form með bökunnarpappír undir og þrýstið vel niður.
Karamellukrem: Hrærið öllu hráefninu saman þar til það er það er vel blandað saman og hellið ofan á fyrsta lagið. Dreifið söxuðum valhnetum og smá salti svo ofan á
Setjið í frysti í um klukkustund. Skerið í bita og njótið!

Gott að geyma í lokuðu boxi í frysti.

Uppskriftirnar hennar Jönu eru bæði hollar og bragðgóðar

Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er ávallt kölluð er viðskiptafræðingur, heilsukokkur, heilsumarkþjálfi frá IIN, yoga kennari í Yogavitund í Garðabæ & heilsu matreiðslu námskeiðahaldari ~ það er hægt að senda henni póst: jana@jana.is til að fá meiri upplýsingar um námskeiðin og bóka þau hjá henni.

Jana elskar að deila öllu því sem tengist heilsu og heilsu uppskriftum með öllum þeim sem hafa áhuga á því og er að birta mikið af efni á instagramsíðu sinni: instagram.com/ janast. Einnig er hún nýbúin að opna heimasíðuna Jana.is þar sem hún er dugleg að setja inn uppskriftirnar sínar. Hún kveðst reyndar mun duglegri að vera í eldhúsinu sínu en tölvunni.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is