Hér er á ferðinni lauflétt næringar- og steinefna bomba fyrir húð og líkama að hætti Jönu okkar. Uppskrift sem er ofureinföld í gerð og bragðast stórkostlega.
Karamellu valhnetu brownies
Botninn:
1 1/2 bolli döðlur steinlausar
1 1/2 bolli valhnetur
1/4 bolli kakóduft
Karamellukrem:
1/2 bolli möndlusmjör
1/4 bolli akasíuhunang eða hlynsýróp
2 msk brædd kókosolía
Til að toppa í lokinn
Nokkrar saxaðar valhnetur
Smá salt
Aðferð:
Botninn: blandaðu öllu hráefninu saman í matvinnsluvél þar til allt klístrast vel saman.
Setjið í form með bökunnarpappír undir og þrýstið vel niður.
Karamellukrem: Hrærið öllu hráefninu saman þar til það er það er vel blandað saman og hellið ofan á fyrsta lagið. Dreifið söxuðum valhnetum og smá salti svo ofan á
Setjið í frysti í um klukkustund. Skerið í bita og njótið!
Gott að geyma í lokuðu boxi í frysti.
Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er ávallt kölluð er viðskiptafræðingur, heilsukokkur, heilsumarkþjálfi frá IIN, yoga kennari í Yogavitund í Garðabæ & heilsu matreiðslu námskeiðahaldari ~ það er hægt að senda henni póst: jana@jana.is til að fá meiri upplýsingar um námskeiðin og bóka þau hjá henni.
Jana elskar að deila öllu því sem tengist heilsu og heilsu uppskriftum með öllum þeim sem hafa áhuga á því og er að birta mikið af efni á instagramsíðu sinni: instagram.com/ janast. Einnig er hún nýbúin að opna heimasíðuna Jana.is þar sem hún er dugleg að setja inn uppskriftirnar sínar. Hún kveðst reyndar mun duglegri að vera í eldhúsinu sínu en tölvunni.