Kolféllu fyrir Ischia

Það má segja að við mæðgur höfum kolfallið fyrir eyjunni Ischia fyrir 2 árum þegar við heimsóttum
vinafólk okkar sem býr þar, þau Kolbrúnu og Kygo. Það komu fljótt til tals hugmyndir um ferðamennsku
þar sem þau hjón reka saman ferðaskrifstofu og þær hugmyndir urðu svo að veruleika í sumar þegar við
fórum fyrstu ferðina okkar til Ischia með farþega á vegum Áfram Flakk.
Þessi ævintýraeyja sem er stærsta eyja Napólíflóa, býður upp á svo dásamlega upplifun og má þá helst
nefna ósnortna náttúru, fallegan gróður, langar baðstrendur, náttúruböð, framúrskarandi vínrækt og
matargerð þar sem flest er ræktað af heimamönnum. Okkar helsta markmið í ferðunum okkar er að
skapa ógleymanlegar minningar með farþegum okkar og upplifa menningu, mat og drykk að hætti
innfæddra á þeirra heimaslóðum.
Ischia er stundum kölluð eyjan græna, sem er ekki af ástæðulausu þar sem hún er einstaklega
gróskumikil og býður upp á stórfenglega víðáttu og útsýni í allar áttir. Ischia býr ennþá yfir
upprunalegum sjarma þar sem hún er að mörgu leyti ennþá ósnortin. Þar sem við göngum um, eru það
oftar en ekki leiðsögumenn sem sjá alfarið um að halda stígunum opnum og þess vegna er svo einstakt
að ganga margar af gönguleiðunum því þær eru ekki fjölfarnar eða troðnar og náttúran fær að njóta sín.
Það er líka gaman að segja frá því að mjög margir heimamenn rækta sitt eigið hráefni og vín og það er
stundum eins og að fara aftur í tímann þegar birgðirnar eru fluttar á vögnum sem sem eru dregnir af
ösnum því á mörgum stöðum er ekki bílfært. Það er mikið líf við strandbæina, enda fara margar ferjur og
bátar yfir til Capri og Procida og einnig yfir á Amalfi-ströndina. Það er því hæglega hægt að skoða fleiri
perlur á meðan dvölinni stendur á Ischia. Eyjan Procida var til dæmis valin höfuðborg ítalskrar menningar
árið 2022. Það er dásamlegt að taka ferjuna yfir að morgni og njóta dagsins við skoðunarferðir ásamt því
að bragða á mat og drykk. Það eru margar baðstrendur allan hringinn á Ischia, hver annarri fallegri, síðan
er fátt eins frelsandi og að þeysa á vespu milli bæja. Það er ódýrt að leigja sér vespu og haga sér eins og
heimamaður eftir að hafa vanist aðeins umferðarmenningunni.
Veðurfarið er milt frá apríl til júní en svo er töluvert heitara yfir hásumarið. Síðan er aftur orðið þægilega
hlýtt í september og alveg fram í lok október eða byrjun nóvember.
Við mæðgur ákváðum í samstarfi við Kolbrúnu og Kygo að bjóða upp á ferðir til Ischia og nú í ár munum
við fara með samtals sex hópa. Við höfum nú þegar gefið út dagskrá vorferða árið 2024 og þá ekki
einungis gönguferðir heldur líka ferðir þar sem matur og menning er leiðandi þema, ásamt því að bjóða
upp á Eyjahopp þar sem siglt er til eyja í nágrenni Ischia og einnig yfir til Amalfi og Positano. Það er því
eitthvað í boði fyrir alla hvort sem fólk er að leita að hreyfiferðum í bland við mat og menningu eða
eingöngu að upplifa og njóta.
Á ferð okkar um Ischia munum við upplifa helstu gimsteina eyjunnar ásamt að njóta alls hins besta í mat
og drykk. Þessi ferð er því sannarlega stórkostleg upplifun fyrir sál og líkama því í þessum ferðum fá öll
skilningarvit að njóta alls þess besta sem áfangastaðirnir hafa upp á að bjóða hverju sinni.

Sigurbjörg og Guðný
Vefsíða Áfram Flakk: www.aframflakk.is
Instagram: Aframflakk
Facebook: Áfram Flakk

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG