Óskalistinn – Ale Sif

Óskalistinn minn var mjög erfið fæðing bæði þar sem ég er svona strax týpa og einnig af því flestir hlutirnir sem mig langar í eru í dýrara lagi.

Sumt af þessu er búið að vera á óskalistanum lengi eins og „Top gun“ jakkinn. Ég mátaði hann í Meotine búð í Köben fyrr á árinu.

Það sama á við skartgripina en þeir hafa verið á óskalistanum síðan þessi lína kom út seinustu jól hjá by lovisa. Annars er þetta líka flest allt fatnaður eða aukahlutir fyrir utan þarna eina grjótaða ketilbjöllu.

Eftir að ég hætti að vinna sem þjálfari hefur fataskápurinn minn fengið nýjan tilgang og núna finnst mér fátt skemmtilegra en að spá í tísku. Eitt uppáhalds merkið mitt er Ganni og á listanum er húfa og taska frá því merki.

Hvað eru jólin fyrir þér?

Vá, þegar ég hugsa út í það þá er þetta frekar djúp spurning. Fyrir mér eru jólin eftir að ég kynntist kærastanum mínum mjög dýrmæt, sérstaklega eftir að ég varð mamma. Mér finnst þau eigi að snúast um að eiga gæða stundir með þínum allra nánustu og að slaka á. Þrátt fyrir að það sé þó alls ekki alltaf raunin í þeim hraða heimi sem við lifum í með tilheyrandi pressu frá samfélaginu eða okkur sjálfum.

Eru einhverjar minningar frá jólunum sem standa uppúr?

Bestu minningarnar mínar frá jólunum eru þegar ég var heima með fjölskyldunni í náttfötum og sloppsa, í kósý, að horfa á bíómyndir og borða góðan mat og gotterí. Svo fór ég líka oft á vélsleða milli jóla og nýárs með systrum mínum og pabba upp á Langjökul.

Eins fyndið og það kann að hljóma þá dýrkaði ég það að þurfa aldrei að fara í jólaboð og geta notið jólanna með mömmu, pabba og systrum mínum. Pabbi minn er ættaður frá Austurríki og öll föðurfjölsyldan mín býr þar. Við þurftum því aldrei að stressa okkur á að þurfa að dressa okkur upp og gátum bara sofið út og notið.

Mér finnst margir þurfa að sinna svo mikilli dagskrá um jólin, eins og að mæta mörg í boð, sem skapar oft óþarfa stress (nú mun enginn þora að bjóða mér í jólaboð 😂).

Ertu með einhverjar hefðir frá því þú varst ung?

Já, ég myndi segja að eina hefðin sem lifir enn frá því ég var lítil er sú að hittast hjá ömmu minni, sem er mamma pabba míns, á Þorláksmessu í mat. Þá fórum við systurnar til ömmu og afa með pabba þann dag því að mamma vann þá alltaf til 23. Í dag höldum við enn í þá hefð, nema nú hafa nú hafa makar og börn bæst í hópinn.

Ertu með einhverjar skemmtilegar hefðir í dag?

Já, það eru alveg nokkrar skemmtilegar hefðir. Ég hef til dæmis í mörg ár bakað Sörur með ýmsum súkkulaðitoppum ofan á og gefið í poka með merkimiða í staðinn fyrir jólakort. Eitt árið notaði ég merkimiðann með Sörunum til þess að tilkynna vinkonum mínum að ég væri ólétt sem gerði hefðina enn dýrmætari fyrir mér. Seinustu jól bakaði ég 500 Sörur á einum degi og er ég enn að jafna mig, haha.

Við fjölskyldan kaupum svo alltaf eitt jólaskraut í Jólahúsinu á Akureyri fyrir hverja Akureyraferð og ég leyfi stelpunni okkar að velja eitt jólaskraut á tréið á hverju ári. Síðast valdi hún glimmer pöndu.

Ein skemmtilegasta hefðin er svo uppfærð frá því í æsku en af því að mamma var verslunareigandi og vann svo mikið um jólin, þá var maturinn alltaf mjög seint um kvöldið. Í staðinn voru alltaf grillaðar pylsur í matinn í hádeginu á aðfangadag og við systurnar höfum stundum hist í hádeginu á aðfangadag með fjölskyldur okkar og grillað pylsur saman. Það er mjög skemmtilegt !

Svo er það yfirleitt þannig að tveir einstaklingar koma að stofnun fjölskyldu og því eru einnig hefðir frá fjölskyldu kærastans míns sem við sinnum líka.

Ég er ótrúlega spennt að upplifa jólin í ár með stelpunni okkar sem er núna 3 og hálfs árs. Skilningurinn hjá henni er svo mikið meiri en seinustu jól og hún er að springa úr spenningi. Hún sagði einmitt við mig áðan að jólin kæmu eftir 12 mínútur og þá kæmi líka snjór haha.

– Ale Sif

Ég heiti Alexandra Sif en er yfirleitt alltaf kölluð Ale svo eru einhverjir sem kalla mig Ale Sif út frá miðlunum mínum sem ég byrjaði með þegar ég keppti í fitness og starfaði sem þjálfari í gegnum netið til fjölda ára.

Í dag er lífið mitt hinsvegar talsvert öðruvísi þar sem sé um samfélagsmiðla og viðburði fyrir skartgripafyrirtækið by lovisa, er förðunarfræðingur og kennari en fyrst og fremst mamma. Það var það dýrmæta hlutverk sem breytti svolítið leiknum.

Þrátt fyrir miklar breytingar lifa miðlarnir eða réttar sagt miðillinn minn enn og elska ég að deila öllu milli himins og jarðar á instagraminu mínu.

Instagram: alesif
Tiktok: alesifnik (er bara að prufa mig áfram þar 👵🏼)

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is