Pestó lasagna tvíburasystranna

PESTÓ lasagna 💚🤌🏽
1 kg kjúklingabringur skornar niður í litla bita
1 krukka PESTÓ ANNA MARTA
Ferskar lasagnaplötur
2 box cherry tómatar skornir í tvennt
Rifinn ostur mozzarella
Gróft salt
sítrónupipar  eftir smekk
3 msk grísk jógúrt

Pestó sósa
3 msk Grísk jógúrt
2 msk PESTÓ
Hrærið þessum tveimur hráefnum saman

Aðferð:
1. Kjúklingabringur skornar niður í litla bita . Setjið 2 msk af PESTÓ á pönnu og steikið kjúklingabringurnar. Gott að setja gróft salt og sítrónupipar yfir.
2. Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur og undir hita.
3. Dreifið í eldfast mót kjúklingabringum, lasagna plötum, PESTÓ sósunni, cherry tómötum og rifnum osti. Endurtakið í 2-3 hæðir, fer eftir stærð mótsins.
4. Bakið í ofni í um það bil 30 mín¬út¬ur.
5. Njótið vel!🫶🏽

Anna Marta ehf er matvöru- og lífstílsfyrirtæki stofnað af Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur árið 2019. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til djúprar ástríðu hennar fyrir hollum mat, hreyfingu og góðum lífsvenjum. Í dag er fyrirtækinu stýrt af tvíburasystrunum Önnu Mörtu og Lovísu.  Með miklum vexti frá nóvember 2020 í framleiðslu og hugmyndum sá Anna Marta að hún þyrfti aukin mannauð. Hennar besta val var að bjóða Lovísu, tvíburasystur sinni að ganga til liðs við vörumerkið sitt. Lovísa kom inn í fullt starf í ágúst 2022. Fram að því aðstoðaði Lovísa systur sína með gæðamál í framleiðslu.

Tvíburarnir hafa alltaf verið afar sam­stíga, eiga sam­eigin­leg á­huga­mál og hafa nú látið þann draum rætast að vinna saman að eigin framleiðslu. Fyrirtækið býður upp á ferst og bragðmikið pestó í nokkrum útfærslum ásamt dásamlegu döðlumauki og handgerðum súkkulaðihringjum sem slegið hafa í gegn.

Lífsstílsbreytingar og námskeið eru hluti af starfsemi Önnu Mörtu. Fyrirtækið býður upp á matarupplifunina Ævintýri bragðlaukanna þar sem tekið er á móti hópum og ferskt og fallegt hráefni kynnt með áherslu á að fræðast, njóta og gleðjast yfir góðum mat.    

Í boði er einnig fjarþjálfun í líkamsrækt og 4 vikna matarþjálfunarprógramm þar sem unnið er að því að breyta matarvenjum og lífstíl og rækta heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Anna Marta styður þátttakendur í að þróa þá færni og venjur sem þarf til að viðhalda jafnvægi á þessum sviðum og næra líkama og sál. Nánari upplýsingar á annamarta.is

Hnetuhringur er alger gleðibomba. Hann inniheldur dásamlegt hráefni eins og döðlur, hnetusmjör, kókos og jarðhnetur. Ofan á hnetuhringinn setjum við svo okkar einstaka dökka súkkulaði sem við mýkjum með kókosolíu. Hnetuhringur er ljúfur og góður sætbiti sem hentar frábærlega á veisluborðið sem eftirréttur. Hann passar fullkomlega með ís, rjóma, ferskum bláberjum og jarðaberjum.  Einnig er gott að skera hann niður í litla bita og geyma í frysti þangað til löngun í eitthvað sætt og gómsætt kallar á mann. Hnetuhringurinn er væntanlegur í verslanir fyrir jól.

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

Lífstíll

 • All Post
 • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG