Smákökur með karamellu-/lakkríssúkkulaði

Smákökur
250 g smjör
250 g púðursykur
100 g sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
350 g hveiti
1 tsk salt
2 tsk matarsódi
1-2 pokar af karamelludýrum eða lakkrísdýrum frá Góu (150-300 gr)

Aðferð:

Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við eggjum, einu í einu. Blandið þurrefnum og vanilludropum saman við. Þá er grunnurinn klár. Síðan veljið þið næst karamelludýr eða lakkrísdýr til að saxa niður og blandið saman við deigið. Gott er að kæla deigið í 60 mínútur í ísskáp áður en það er bakað. Búið til kúlur og og setjið á smjörpappír, passið að hafa bil á milli og bakið í  8-12 mínútur eða þar til kantinurinn er gylltur á lit á 175 gráðum.

Það er alveg hægt að leika sér með þessa uppskrift og skipta út Góu dýrunum fyrir til dæmis piparmola, lakkrískurl, Daim kurl eða súkkulaði og trönuber. Möguleikarnir eru endalausir 🍪

Eva María Hallgrímsdóttir er eigandi kökubúðarinnar Sætum syndum. Upphafið að Sætum syndum má rekja til þess þegar hún eignaðist drenginn sinn. Í kjölfarið kviknaði áhugi hennar á kökuskreytingum, ekki síst í tengslum við afmælin hans. Áhugamálið vatt fljótt upp á sig og hún spreytti sig stöðugt á flóknari og viðameiri kökuskreytingum um leið og færnin við skreytingarnar jókst. Árið 2017 opnaði hún svo kökubúð Sætra synda í Hlíðarsmára 19.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is