Berskjöldun er merki um styrk

Að standa upp eftir fall er það kraftmesta sem hægt er að gera.

Hvort sem fallið er áfall, krefjandi lífsreynsla, samskipti við
ástvini eða einfaldlega það að hafa brugðist sjálfum sér á einn
eða annan hátt, þá er kraftur í því að standa aftur upp.

Að stíga upp úr súpunni er ferli, það er mikilvægt að leyfa sér
og taka á sig allar tilfinningarnar sem fylgja fallinu. Depurðina,
sorgina, kvíðann eða jafnvel þunglyndið sem getur fylgt.

Á meðan tilfinningarnar hellast yfir, er svo gríðarlega
mikilvægt að hafa þetta á bak við eyrað: „Ég sit með þetta
núna til þess að standa svo upp og ganga út úr þessu.”

Þess vegna tölum við um „að ganga i gegnum hlutina” því það
kemur upphaf, miðja og endir í öllum ferðalögum eða verkefnum sem
lífið gefur okkur.

Að taka lífið á kassann, mæta ekki sjálfum sér og sópa
tilfinningum undir teppið er ekki vænlegt til árangurs til lengdar.

Það getur verið óþægilegt og sárt að mæta sjálfum sér en við
þurfum að leyfa okkur að upplifa allar óþægilegu tilfinningarnar
til þess að ná að standa upprétt úr aðstæðunum.

Góð og mikilvæg lífsreynsla er dýrmæt.

Ferðalagið er kannski ekki jafn fallegt og jafnvel óþægilegt á
meðan á því stendur en vittu til, þú stendur upp sterkari fyrir vikið.

Að viðurkenna vanmátt í aðstæðum og leyfa sér að takast á við
ferðalagið, þiggja tilfinningarnar til þess að ganga svo út úr
þeim á endanum er kraftmikið.

Því það að berskjalda sig og vera einlægur er ekki merki um
veikleika heldur er það merki um gríðarlegan styrk.

Gefðu þér tíma og stattu svo upp! 

– Camilla Rut

Camilla Rut er 29 ára móðir, kærasta, efnisskapari, markaðsráðgjafi, hönnuður, söngkona og verslunareigandi 

Hægt er að fylgjast með Camillu á Instagram

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

Lífstíll

 • All Post
 • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG