Hráfæðisfalafel með spíruðum linsubaunum
70 g kjúklingabaunir
3 döðlur (um 35 g), lagðar í bleyti
40 g kókosolía, brædd
1 avokadó
15-20 g steinselja, má nota stilka líka
smá sítrónusafi (ca. ½-1 msk)
1 tsk salt
1 ½ tsk broddkúmen (e. cumin)
½ tsk pipar
½-1 tsk túrmerik
150 g spíraðar linsubaunir
möndlumjöl til að velta upp úr
Setjið kjúklingabaunir, döðlur, avokadó, steinselju, broddkúmen, salt, pipar, túrmerik og sítrónusafa saman í matvinnsluvél og látið maukast létt saman. Gott er að hafa lagt döðlur í bleyti í ísskáp yfir nótt eða nota mjúkar medjool döðlur. Bætið við bræddri (en smá kældri) kókosolíu og maukið síðan áfram þar til allt hefur blandast vel.
Setjið blönduna í skál eða ílát og bætið næst spíruðu linsubaununum saman við. Hrærið varlega saman í skálinni þar til allt hefur blandast. Geymið í kæli þar til massinn er orðinn þéttari og stífari (allt frá hálftíma upp í yfir nótt). Takið síðan úr kæli og mótið í kúlur eða buff og veltið upp úr annað hvort möndlumjöli eða miðlungsfínt hökkuðum möndlum.
Hægt er að setja hráfæðisfalafelin í pítur, salatskálar, burritos eða nota sem meðlæti – allt eftir smekk.
Salatskálin tengd þessari uppskrift inniheldur:
• Svartar baunir • pikklaðan rauðlauk • steinselju • salat • tómata • granatepli • avokadó • furuhnetur • sesamfræ • sprettur • hummus •
Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir er löggiltur næringar- og matvælafræðingur og yogakennaranemi með mikla ástríðu fyrir næringu á öllum æviskeiðum, heilsu, hollum hráefnum og uppskriftaþróun. Hún hefur unnið síðustu ár við næringarráðgjöf, vöruþróun, gæðaeftirlit, rannsóknir, matvælaframleiðslu, uppskriftaþróun og fræðslu m.a. hjá Eldum rétt, Salathúsinu, Gló í DK, mötuneyti Alþingis og Matís ásamt því að hafa starfað sem sjálfstæður næringarfræðingur samhliða því. Hún starfar nú sem næringarfræðingur og býður upp á ráðgjöf og fræðslu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki sem og að starfa við þróun á hollari matvælum.
Vefsíða: https://birgittalind.is
Instagram: https://www.instagram.com/birgitta_vilhjalms/