Hvernig bætum við samskiptin?

Við vitum hvað samskipti í nánum samböndum skipta miklu máli. Við finnum hvað þau eru okkur ótrúlega mikilvæg og á sama tíma er svo ótrúlega erfitt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum. Mörg pör finna fyrir því að það er eins og þau detti í samskiptalúppu, ósættið er einhvern veginn það sama eða svipað aftur og aftur þótt verið sé að ræða eitthvað alveg nýtt.

Eitt það gagnlegasta sem við áttum okkur á er að samskipti eru mynstur eða dýnamík sem getur lifað sjálfstæðu lífi og þarf lítið til að koma af stað. Þegar við áttum okkur á að um dýnamík er að ræða en ekki að við eða hitt sé svona meingallað, er auðveldara að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og nálgast hlutina á nýjan hátt. Í misskilningnum eru yfirleitt ég, þú og dýnamíkin.

„Erum við kannski dottin ofan í eitthvað vanasamtal?” eða svipuð setning sem er ekki stuðandi getur hjálpað okkur aftur á rétta braut.

Að sama skapi er vani sterkur í dýnamík: ósjálfráður, lítið hugsaður vani sem verður til þess að við bregðumst við á sama máta og segjum oft það sama eða svipað. Vana brjótum við upp með því að veita viðbrögðum okkar athygli og gefa okkur tíma áður en við bregðumst við.

„Afsakaðu en ég brást við af algjörum vana hérna, leyfðu mér að endurhugsa þetta”, eða eitthvað í þá áttina sem ekki er stuðandi, getur gefið okkur tíma til að komast aftur á rétta braut.

„Mín fyrstu viðbrögð eru…. en gefðu mér smá tíma til að hugleiða þetta,” eða eitthvað í svipuðum dúr getur brotið upp vanann.

Í heilbrigðum samskiptum er líka mjög mikilvægt að taka ábyrgð á sínum hluta samskiptanna og átta sig á að það sem gerist getur auðveldlega misskilist eða verið túlkað á annan máta en lagt er upp með. Bara það að leyfa sér að efast um að maður hafi rétt fyrir sér hjálpar til við að brjóta upp samskipti og gefur meira rými fyrir það að hlusta á það sem sagt er.

Að taka ábyrgð á sínum hluta samskiptanna er að átta sig á og viðurkenna að maður geti hafa sagt eitthvað á ákveðinn hátt þótt það hafi ekki verið ætlunin. Að taka ábyrgð á sínum hluta samskiptanna er að gangast við því sem maður sagði eða meinti og síðast en ekki síst átta sig á því hvaða áhrif framganga manns getur haft á hinn aðilann.

Samskipti eru alls ekki einföld og það þarf yfirleitt að gefa sér tíma í að prófa nýjar aðferðir áður en gefist er upp á þeim.

– Soffía B.

Soffía Bæringsdóttir er fjölskyldufræðingur MA og doula. Áhugakona um tengsl og ferðalög með öllu sem því tilheyrir. Soffía heldur úti IG-miðlinum Hönd í hönd ásamt hondihond.is og IG doula.is ásamt vefsíðunni doula.is

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is