Ég vel að gera erfitt

Ég rakst á setningu frá Elísabetu Jökulsdóttur í bókinni hennar Sirrýjar Arnarsdóttur: „Það að þora að vera hræddur, það er hugrekki.” Ég er sammála þessu.

Ég hef farið mínar eigin leiðir alveg frá því ég man eftir og verið mjög sjálfstæð. Ég hef bæði valið að gera erfitt í lífinu og ég hef einnig tekist á við að gera erfitt sem ég valdi ekki. Hvort tveggja hefur gefið mér meiri þroska og dýpt, þar að leiðandi sækist ég í að ögra mér með því að fara reglulega út fyrir rammann og prufa nýtt og krefjandi, læra nýtt eða skoða vel hvernig ég get bætt mig sem manneskja. 

Ég trúi því að það að hafa valið að takast á við erfiða hluti varð til þess að þegar lífið henti í mig erfiðasta verkefni lífs míns þá var ég betur í stakk búin til að takast á við það af því að ég kunni að takast á við erfið verkefni. Ég veit líka að þegar maður er að takast á við svona verkefni þá þarf maður að vera auðmjúkur, spyrja spurninga, fá hjálp og velja hvaða leið maður fer. Ég veit það líka að ég vel hvernig mér líður; ætla ég að gera hluti sem ég veit að hjálpa mér áfram eða ætla ég að velja að vera stopp, taka ekki ábyrgð og trúa því að þetta sé ekki mín vinna að vinna úr? 

Ég vinn vinnuna, ég vel leiðina, ég tek ábyrgðina og ég get gert erfiða hluti.

Eitt augnarblik getur þú haldið að lífið sé búið og allt sé svart en trúðu mér að með viljann og valið að vopni þá opnar þú nýjan raunveruleika, fullan af þakklæti, lífsvilja og ástríðu til að nýta hvert augnarblik í að elska af alefli, lifa lífinu en ekki bara fljóta með, hlæja mikið, prufa nýtt og gráta ef maður þarf þess.

Það sem mér finnst eitt það merkilegasta sem ég hef lært á þessu ferðalagi mínu í gegnum lífið er að það er hægt að finna eitthvað gott í öllum aðstæðum, sama hversu hræðilegar þær eru. Það er líka val.

Ég valdi að vera ekki fórnarlamb aðstæðna minna. Þú getur valið það líka ef þér finnst þú sitja í aðstæðum sem þú valdir ekki að vera í, þú velur hvernig þú tæklar þessar aðstæður. Valið er þitt, þó að verkefnið sem á eftir kemur sé eitthvað sem þarf að finna vel út úr. Ef þú veist hvert þú ert að fara þá er auðveldara að finna leið og rata þangað. 

Ég valdi að vera ekki hrædd við að elska, ég leyfði mér að falla eins djúpt og hægt er.

Ég vel að nota tímann minn en ekki að eyða honum því að lífið er stutt og við eigum að nota hverja einustu sekúndu vel og vandlega.

Lífið hefur kennt mér að allar tilfinningar eru mikilvægar. Ég hef upplifað að finna ekki neitt, engar tilfinningar, og það er skelfilegt. Þess vegna þakka ég fyrir allar tilfinningar sem ég hef og finn. 

Ég stjórna bara mér og mínum viðbrögðum og fyrir mér kærleikurinn ásamt þrautseigju mín allra mikilvægustu gildi og ég geri mitt besta til að virða þau gildi sem ég hef. 

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 

Lífið er erfitt, lífið er fallegt og gott og ég elska það allt saman.

– Kristín Sif

Kristín Sif – útvarpskona á K100 – íþróttakona og þjálfari.
Instagram: kristinbob

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is