Alicante – borg ljóssins

Ég hafði ekki komið til Alicante áður og vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast en borgin kom mér skemmtilega á óvart. Það er dásamlegt að labba um borgina, fara um þröngar götur þar sem fólk situr úti og gæðir sér á góðum mat og jafnvel smá vino með.

Ég tók saman nokkra punkta frá ferðinni og vona að þið njótið.

Hjóla- og tapasferð

Það var hann Fernando hjá Alicante by Bike sem fór með okkur í tapas og hjólatúr um borgina og ég get svo sannarlega mælt með því. Við stoppuðum á nokkrum stöðum og hann fór yfir sögu Alicante sem er virkilega áhugaverð og má rekja allt til 324 bc. Áður bar Alicante nafnið Atra Loce sem merkir hvíta fjallið. Rómverjar komu svo og breyttu nafninu í Lucentum sem merkir „borg ljóssins“ sem vísar til fjölda sólardaga. Nafninu var síðan breytt í Alicante sem einnig þýðir „borg ljóssins“ á arabísku.

Fernando fræddi okkur um tapas um leið og við gæddum okkur á því og drukkum tinto de verano sem er rauðvín og límonaði, virkilega gott og frískandi. Fernando gaf okkur möndlunammi, fór með okkur á matarmarkaðinn þar sem við fengum rauðvín og meiri tapas. Virkilega góður dagur.

Kastalinn

Annað sem kom virkilega á óvart var kastalinn sem er efst á kletti í Alicante. Ég bjóst við stuttum en bröttum göngutúr upp og niður en óraði ekki fyrir því hversu flottur kastalinn var.  Við gáfum okkur góðan tíma til að rölta um og skoða enda fullt að skoða. Það hefði verið svo auðvelt að sleppa því að fara þangað upp en mikið var ég glöð að við létum vaða. Það tekur um 25 mínútur að ganga upp en einnig er hægt að taka lyftu eða fara á bíl.


Veitingastaðir

Það er fullt af veitingastöðum á Alicante en athugið að oft þarf að panta með góðum fyrirvara.

Norey er dásamlega krúttlegur staður við höfnina. Þar er æðislegt að fá sér smárétti eins og heitan geitaost og nachos sem er út úr þessum heimi gott og góð vín. Þarna fengum við alltaf notalega þjónustu en upplifun mín var sú að þeir geta verið smá hranalegir, en það átti ekki við þarna. Alveg smá uppáhalds.

La Taberna Le Gourmet er flottur tapas staður. Við fórum í óvissuferð í mat og vín og það var mjög gaman að fá að prufa allskonar en líka hægt að velja sér bara rétti að eigin vali.

Sale & Pepper er frábær ítalskur staður með virkilega góðar pizzur, pasta og burrata ost til að lifa fyrir.

Spiga er svo annar ítalskur veitingastaður sem er keimlíkur Sale & Pepper og óhætt að mæla með.

Samoa bar er skemmtilegur kokteilbar við höfnina með góðum drykkjum og geggjuðu útsýni.

El Portal er mjög töff veitingastaður með flottu umhverfi góðum kokteilum og mat.

Templo geggjaður steikarstaður með góðum vínum.

Markaðurinn

Fyrir vín og mataráhugafólk þá er virkilega gaman að koma í Mercado Central þar sem hægt er að fá ferskan fisk, kjöt, osta, vín, olíur og sætindi.

Góða skemmtun á Alicante!

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is