Bakaðar sætar kartöflur & ristaðar kjúklingabaunir með valhnetum, apríkósum og salatost
1/2 sæt kartafla skorin í litla bita
1/2 glerkrukka soðnar kjúklingabaunir, skolaðar
1/2 salathaus
4 msk ólífuolía
1/2 sítróna, safinn
1 tak akasíhunang
Salt & chili flögur
1/2 box basil, saxað gróft
1/3 bolli valhnetur, saxaðar gróft
8 apríkósur, saxaðar gróft
1/3 bolli granateplafræ
1/2 krukka laktósalaus salatostur frá Arna
Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið kartöflur og kjúklingabaunir á bökunarpappírs klædda ofnplötu. Bakið/ ristið í um 20 mín. Á meðan þetta tvennt bakast/ ristist gerið salsa. Hellið í litla skál ólífuolíu, sítrónusafa, sætu, kryddi, valhnetum og basil, hrærið vel saman. Takið út sætar og kjúklingabaunir út úr ofninum og kælið smá.
Rífið salat á disk, hellið svo sætu kartöflunum og kjúklingabaunum þar á, næst apríkósu bitum, svo dreifið í salsa yfir allt saman og toppið með granateplafræjum og salatost.