Konur eiga skilið frí

Kvennaverkfall á þriðjudag svo ég færði alla kúnna sem voru á þeim degi og spurði manninn hvort hann geti séð um barnið. Þá fattaði ég…. bíddu hvað á ég þá að gera?

Þegar venjan er að vakna, setja í þvott og taka úr uppþvottavél og svo vinna, sækja barnið og elda og sjá um það þá er skrítið þegar maður á allt í einu að gera ekki neitt. 

Vá hvað maður er að gera mikið fyrir aðra. 
Maður fattar þetta ekki. Þetta er ætlast til af okkur og við erum orðnar vanar þessu. 
Maður þekki ekki annað. 
En það er til annað

Makar, fjölskylda, þrifþjónustur og barnapíur sem geta hjálpað… en NEI… ég get þetta.

Ég veit þú getur þetta…. en þú þarft þess ekki.

Hvað gerist ef aðrir hjálpa? Ef þú færð frí?
Samviskubitið að drepa þig?
Hrædd um að aðrir taki yfir? 

Þú missir stjórn?
Að barnið gleymi þér?
Er sjálfsálitið falið í hvað þú gerir fyrir aðra?

Hvað gerist ef þú tekur frí? 

Geturðu notið þess?
Manstu hvað þér fannst gaman að gera? 
Ertu að gera það reglulega?
Hvenær var síðast sem þú fékkst frí?
Hvað þarf til að þú takir þér frí reglulega og fagnir þér?
Þú átt það skilið!

Það verður gaman að sjá hvort konur geti  virkilega tekið frí í heilan dag?

Eitt er víst…. hvort sem við getum það eður ei… þá erum við #ómissandi

Takk fyrir þig og allt sem þú gerir elsku kona
Þú ert frábær
Aldrei gleyma því.

Anna Claessen, alþjóðlega vottaður markþjálfi, einkaþjálfari, fyrirlesari og skemmtikraftur að starfi en mest af öllu mamma. Hún elskar að valdefla aðra, hvort sem það sé í ræktinni, áhugamálinu, sambandinu eða lífinu. 

Instagram/FB/Tiktok @aclaessen og @happystudioiceland 
anna.claessen@gmail.com
www.happystudio.is

AÐRAR GREINAR

 • All Post
 • Ferðalög
 • Fjármál
 • Heilsa
 • Lífstíll
 • Matur
 • Samskipti
 • Vinsælt
  •   Back
  • Fjölskyldan
  • Sambönd
  •   Back
  • Það sem ég hef lært
  • Óskalistinn
  • Fyrirmynd
  •   Back
  • Uppskriftir
Fimmtug og sjóðandi HEIT

17. mars, 2024

Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Heilsu og íþróttasviðs IcepharmaAllavega er mér búið að vera alveg rosalega heitt…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

 • All Post
 • Vinsælt

Lífstíll

 • All Post
 • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is

SALINA.IS

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.

Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða hefur áhuga á að fá þína grein birta á vefsíðunni, þætti okkur virkilega gaman að heyra frá þér.

berglind@salina.is 

FLOKKAR

TÖGG