Útivist er magnað geðlyf

Í símanum mínum eru vandræðalega margar sjálfsmyndir af mér með eplakinnar, bros á vör og blik í auga úti í náttúrunni. Sumar myndirnar rata svo á samfélagsmiðla með misjöfnum viðbrögðum. 

Hver ætli ástæðan sé fyrir þessari sjálfu-áráttu á gönguferðum um fjöll og firnindi? 

Það eru töfrar sem fylgja því að ganga úti í náttúrunni. Það eru töfrar fólgnir í því að veðrið sé sjaldnast jafn slæmt í raunveruleikanum og það er í huganum áður en farið er út um dyrnar. Við upplifum töfra þegar við mætum áskorun í fjallgöngu og sigrumst á henni. Á einhvern töfrandi hátt komum við stærri og sterkari niður af fjallinu en í upphafi göngunnar. 

Fyrir nokkrum árum skráði ég mig í fyrsta sinn í gönguhóp hjá Ferðafélagi Íslands og þá tók þessi útivistarástríða mín flugið. Þetta er eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Það er nefnilega töfrandi að ganga í hópi með skemmtilegum konum og þurfa lítið að spá í leiðinni sjálfri. Bara mæta og njóta umhverfisins. Þrátt fyrir að hafa ferðast mikið í gegnum tíðina, stunda fjölbreytta útivist alla mína tíð og vera forvitin um nýjar leiðir þá opnaðist upp heill heimur rétt við túnfótinn. 

Mér þykir gaman að skora á mig, setja mér markmið, ná árangri, gera meira, hraðar og betur. En þessi markmiðadrifna framtakssemi hefur þó komið í bakið á mér og þegar ég skráði mig í Kvennakraft Ferðafélag Íslands þá var ég að þrotum komin vegna dugnaðar. Ég þurfti því að hægja á mér, temja keppnisskapið og vinna gegn því að setja streitukerfið stöðugt á yfirsnúning. Í göngunum mætti ég sjálfri mér og smám saman fann ég ró, rifjaði upp hvað skipti mig mestu máli og kynntist sjálfsmildi. Því smám saman rifjaðist upp fyrir mér hver ég væri og hvað það væri gott að fylla á súrefnistankinn svo ég gæti haldið áfram að gefa af mér annars staðar í lífinu 

Útivistin er magnað geðlyf. 

Hin síðari ár hafa komið fram ótal lærðar greinar sem segja frá undramætti þess að vera úti í náttúrunni. Hvernig göngutúrar í grænu umhverfi og meðfram vötnum getur minnkað streituna. Hugurinn finnur skapandi nýjar lausnir þegar við öndum að okkur fersku útilofti. Hreyfing á lágum púls er kjörin til að auka þolið, bæta hjarta og æðakerfið okkar og bæta svefngæðin. Staðreyndin er sú að njóta í stað þess að þjóta gefur til baka. 

En aftur að spurningunni um hvers vegna það sé svona freistandi að smella af sjálfu á fjallstoppi… pottþétt vegna þess að við erum að reyna að fanga töfra umhverfisins og andlega og líkamlega vellíðan á mynd. 

Gjörið svo vel: Ferðaáætlun FÍ 2024  

Agnes Ósk er félags- og viðskiptafræðingur, Dale Carnegie þjálfari, ACC markþjálfi og leiðsögukona en aðallega prjónaóður bókaormur sem elskar að leika sér úti og liggja í mosa. 

Instagram @agmesosk

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is