Að vera sjúkdómurinn

Þrátt fyrir að þekkja ekki leikarann Matthew Perry í raunveruleikanum, þá má áætla að flestir sem nutu þess að horfa á sjónvarpsþættina Friends leið eins og þeir væru að missa vin þegar hann féll frá. Mörgum árum hafði hann eytt í að búa til sjónvarpsefni til að gleðja aðra, en síðustu ár hans fóru í það að auka vitund á því hvernig var fyrir hann að lifa með fíknisjúkdóm og mikilvægi þess að leita aðstoðar hjá réttum aðilum. Hann sagði sjálfur að vinir hans gátu bent honum á vandann en þau gátu ekki hjálpað honum við að losna við sjúkdóminn. Hann þurfti sjálfur að rétta upp hönd og fá faglega aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki.

            Það er þarna þar sem ég verð enn leiðari en fyrr. Þetta er eiginlega ekki í boði hér á landi. Fólk sem er svo óheppið að greinast með fíknisjúkdóm, þarf að rétta upp hönd, bíða síðan í um það bil hálft ár eftir aðstoð og vona að sjúkdómurinn sé ekki búinn að draga einstaklinginn til dauða áður en hjálpin berst. Ég veit að þetta hljómar frekar hart, en svona er staðan.

Aðeins þeir sem greinast í fyrsta skipti fá mun styttri bið. Síðan eftir því sem sjúkdómurinn nær betra haldi á fólki og það verður veikara og þarf oftar aðstoð, því lengri verður biðin. Þetta er líka eini sjúkdómurinn sem ég veit um þar sem talað er um að fólk sé sjúkdómurinn, sagt er að fólk sé alkóhólisti. Þetta finnst mér vera vanvirðing við manneskjuna, það velur sér enginn að vera með sjúkdóm, en oft spilar genamengi stórt hlutverk þarna. Það segir enginn að einstaklingur sé veirusýking eða jafnvel krabbamein. Fólk greinist með sjúkdóma og ekki að þeirra ósk. Þarna hljómar eins og verið sé að varpa sökinni á einstaklinginn sjálfann, eins og að fólk hafi valið að greinast með fíknisjúkdóm. Það er alls ekki raunin.

Niðurstaðan er að það þarf að auka þjónustuna við þá sem greinast með fíknisjúkdóm, hvort sem það er vegna áfengis eða vímuefna og bjóða fram hjálparhönd um leið og kallið kemur. Ekki láta fólk og aðstandendur þurfa að bíða svona lengi eftir þjónustunni, þar sem biðin langa skaðar fólk enn fremur á líkama og sál. Eins og sagt er, alltaf koma fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.

– Helga María

Helga María Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur með master í fjölmiðlafræði og viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is