Uppskriftir fyrir hrekkjavökuna

HALLOWEEN !

Hrekkjarvaka nálgast óðum og því er tilvalið að útfæra helgarbaksturinn með hryllilegu ívafi. Hérna koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem allir ættu að geta leikið eftir.  

Ormabúðingur

Innihald:

1 pakki Royal súkkulaðibúðingur

1 pakki Oreo kex 

1 pakki hlaupormar

Aðferð: 

  1. Blandið Royal búðing í skál eftir leiðbeiningum, setjið í ísskáp í nokkrar mínútur.
  2. Myljið niður Oreo kexkökur í matvinnsluvél
  3. Setjið lagskipt í glös eða scalar búðin og oreo mylsnuna.
  4. Skreytið svo með hlaup ormum.

Bollakökur með Halloween ívafi 

Innihald:

1 pakki Betty crocker súkkulaði köku mix

3 stk egg

140 ml olía

200 ml kalt vatn

Aðferð : 

  1. Byrjið á að hita ofninn við 200 gráður
  2. Þeytið saman í skál egg, olíu,vatni og kökumixinu, hrærið saman þar til blandan verður létt og ljós
  3. Skiptið deiginu niður í um 20-25 bollakökuform 
  4. Bakið í um 12-15 mínútur
  5. Látið kökurnar kólna vel áður en þær eru skreyttar

Smjörkrem

Innihald:

500gr smjörlíki (mjúkt)

500gr flórsykur

3tsk vanilludropar

Matarlitir af eigin vali

Aðferð:

  1. Byrjið á setja smjörlíkið og flórsykur saman í skál og þeytið vel saman, því lengur sem þeytt er því betra verður að eiga við kremið. Ég miða við 4 mínútur á mesta hraðanum á minni hrærivél.
  2. Setjið vanilludropana út í og hrærið saman.
  3. Ég skipti kreminu í tvö hluta og notaði grænan matarlit í annan helminginn og grænan matarlit í hinn helminginn.

Skreytingar – Nornahattar og Leðurblökur 

Til þess að skreyta má nota allskonar skemmtilega muni, ég keypti í Hagkaup sælgæti augu frá Wilton, Oreo kexkökur og Herseys súkkulaðikossa. 

Nornahattarnir eru gerðir þannig að á smá smjörkremi er sprautað á bollaköku, oreo kex sett ofan á það, aftur er sett smá smjörkrem og að lokum einn Hershey’s koss, þarna er kominn hinn fullkomni nornahattur.

Leðurblökurnar eru gerðar þannig að ég bræði smá súkkulaði og nota það til að líma  sælgætisaugu á oreo kex. Ég set svo smá smjörkrem á bollaköku og sting oreo kexi í miðjuna á bollakökunni, næst tek ég annað oreo kex brýt hana til helminga til að nota sem vængi eins og sjá má á myndinni. 

Það má svo leika sér að útfæra andlitin á oreo kökunum mismunandi, skvetta súkkulaði til að mynda múmíur eða hvað sem fólki dettur í hug. 

Skrímslabitar úr Rice krispies

Innihald:

70gr smjör

150gr hvítt súkkulaði

5 msk síróp

5 bollar rice krispies

Sælgætisaugu til skreytingar

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita
  2. Bætið sýrópinu saman við og hrærið vel saman
  3. Takið af hitanum og bætið rice crispies saman við, hrærið varlega saman
  4. Setjið í form og þjappið vel saman, getur verið gott að setja bökunarpappír í botninn á forminu.
  5. Kælið í um 2-3 klst
  6. Takið úr forminu og skerið í mismunandi bita stærðir
  7. Skreytið bitana svo með smjörkremi og sælgætis augunum, einnig getur verið skemmtilegt að nota hvítt súkkulaði bráðið og lita það með matarlitum.

AÐRAR GREINAR

  • All Post
  • Ferðalög
  • Fjármál
  • Heilsa
  • Lífstíll
  • Matur
  • Samskipti
  • Vinsælt
    •   Back
    • Fjölskyldan
    • Sambönd
    •   Back
    • Það sem ég hef lært
    • Óskalistinn
    • Fyrirmynd
    •   Back
    • Uppskriftir
Heildstætt kerfi fyrir betri heilsu

16. apríl, 2024

Ayurveda lífsvísindin – Að fylgja lögmálum náttúrunnar í lífsstíl og fæðu Þessi elstu heilbrigðisvísindi mannkyns, sem…

Um Salina.is

Markmiðið með salina.is er að gefa konum vettvang til að miðla þekkingu sinni.
Að fræða, efla og gleða með kærleikann að leiðarljósi.

Vinsælar færslur

  • All Post
  • Vinsælt

Lífstíll

  • All Post
  • Lífstíll

© 2023 Vefsíðugerð webdew.is